Núñez sá um West Ham Atli Arason skrifar 19. október 2022 20:30 Darwin Núñez fagnar sigurmarkinu gegn West Ham. Getty Images Liverpool vann 1-0 sigur á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þökk sé marki Darwin Núñez. Núñez skoraði eina mark leiksins og fyrsta mark sitt á Anfield með kollspyrnu eftir fyrirgjöf Kostas Tsimikas af vinstri væng á 22. mínútu. Liverpool sótti án afláts þar sem Núñez var helsta ógn heimamanna í leiknum en eina mark hans dugði til sigurs. Sigri Liverpool var þó ógnað á undir lok fyrri hálfleiks þegar Joe Gomez, leikmaður Liverpool, braut á Jarrod Bowen innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Bowen fór sjálfur á punktinn en Alisson, markvörður Liverpool, sá við Bowen og varði vítaspyrnu hans. Roberto Firmino og Curtis Jones voru nálægt því að tvöfalda forskot Liverpool í síðari hálfleik en tilraunir þeirra enduðu ekki í marki West Ham. James Milner kom svo Liverpool til bjargar seint í leiknum þegar hann bjargaði marki þegar Tomáš Souček, leikmaður West Ham, virtist ætla að setja boltann í netið. Fór svo að lokum að Liverpool vann 1-0 sigur og liðið er nú ósigrað í síðustu 29 leikjum á Anfield. Liverpool virðist hafa tröllatak á West Ham en West Ham hefur einungis unnið einn af síðustu 50 viðureignum liðanna frá árinu 1963. Liverpool fer með sigrinum upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki á meðan West Ham er í 13. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 11 leiki. Enski boltinn
Liverpool vann 1-0 sigur á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þökk sé marki Darwin Núñez. Núñez skoraði eina mark leiksins og fyrsta mark sitt á Anfield með kollspyrnu eftir fyrirgjöf Kostas Tsimikas af vinstri væng á 22. mínútu. Liverpool sótti án afláts þar sem Núñez var helsta ógn heimamanna í leiknum en eina mark hans dugði til sigurs. Sigri Liverpool var þó ógnað á undir lok fyrri hálfleiks þegar Joe Gomez, leikmaður Liverpool, braut á Jarrod Bowen innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Bowen fór sjálfur á punktinn en Alisson, markvörður Liverpool, sá við Bowen og varði vítaspyrnu hans. Roberto Firmino og Curtis Jones voru nálægt því að tvöfalda forskot Liverpool í síðari hálfleik en tilraunir þeirra enduðu ekki í marki West Ham. James Milner kom svo Liverpool til bjargar seint í leiknum þegar hann bjargaði marki þegar Tomáš Souček, leikmaður West Ham, virtist ætla að setja boltann í netið. Fór svo að lokum að Liverpool vann 1-0 sigur og liðið er nú ósigrað í síðustu 29 leikjum á Anfield. Liverpool virðist hafa tröllatak á West Ham en West Ham hefur einungis unnið einn af síðustu 50 viðureignum liðanna frá árinu 1963. Liverpool fer með sigrinum upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir tíu leiki á meðan West Ham er í 13. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 11 leiki.