Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham 19. október 2022 21:45 Leikmenn Manchester United fagna fyrsta marki Fred á tímabilinu. Getty Images Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Manchester United átti sigurinn vísan en Hugo Lloris átti stórleik í marki Tottenham og kom í veg fyrir að sigur United væri stærri. Fred opnaði markareikning sinn fyrir United á tímabilinu með fyrsta marki leiksins á 47. mínútu þegar marktilraun hans fór af Ben Davis, leikmanni Tottenham, og þaðan í netið. Hugo Lloris gat svo lítið gert í síðara marki United þegar marktilraun Bruno Fernandes við enda vítateigs flaug í fjærhornið á 69. mínútu og þar við sat. Með sigrinum fer Manchester United í 19 stig í 5. sæti deildarinnar eftir 10 leiki. United er einungis einu stigi á eftir Chelsea sem er í 4. sæti deildarinnar og fjórum stigum á eftir Tottenham, sem er í 3. sæti með 23 stig en Tottenham hefur leikið 11 leiki í deildinni, einum leik meira en Manchester United og Chelsea. Enski boltinn
Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Manchester United átti sigurinn vísan en Hugo Lloris átti stórleik í marki Tottenham og kom í veg fyrir að sigur United væri stærri. Fred opnaði markareikning sinn fyrir United á tímabilinu með fyrsta marki leiksins á 47. mínútu þegar marktilraun hans fór af Ben Davis, leikmanni Tottenham, og þaðan í netið. Hugo Lloris gat svo lítið gert í síðara marki United þegar marktilraun Bruno Fernandes við enda vítateigs flaug í fjærhornið á 69. mínútu og þar við sat. Með sigrinum fer Manchester United í 19 stig í 5. sæti deildarinnar eftir 10 leiki. United er einungis einu stigi á eftir Chelsea sem er í 4. sæti deildarinnar og fjórum stigum á eftir Tottenham, sem er í 3. sæti með 23 stig en Tottenham hefur leikið 11 leiki í deildinni, einum leik meira en Manchester United og Chelsea.