Enski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Liverpool í átta ára fangelsi fyrir kókaínsmygl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Layton Maxwell fagnar marki í sínum fyrsta og eina leik með Liverpool.
Layton Maxwell fagnar marki í sínum fyrsta og eina leik með Liverpool.

Layton Maxwell, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl.

Maxwell leyfði glæpagengi að geyma eiturlyf á heimili sínu í Cardiff í Wales. Fyrir það fékk hann fimm hundruð pund á mánuði, eða rúmlega áttatíu þúsund íslenskar krónur.

Lögreglan fann sextíu kíló af kókaíni, krakki og heróíni heima hjá Maxwell. Talið er að götuvirði þess hafi verið í kringum sex milljónir punda. Á heimili Maxwells fundust einnig 2,5 milljónir punda í reiðufé.

Maxwell þótti mikið efni og skoraði í fyrsta leik sínum með Liverpool, 4-2 sigri á Hull City í deildabikarnum 1999. Tveimur árum síðar yfirgaf hann félagið. Hann lék svo í neðri deildunum á Englandi og í Wales áður en hann lagði skóna á hilluna 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×