Leik lokið: Man. City - Brighton 3-1 | Haaland heldur áfram að raða inn mörkum

Erling Braut Haaland skorar hér fyrra mark sitt í leiknum í dag. 
Erling Braut Haaland skorar hér fyrra mark sitt í leiknum í dag.  Vísir/Getty

Manchester City minnkaði forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í eitt stig með 3-1 sigri sínum gegn Brighton í 11. umferð deildarinnar á Etihad í dag.

Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Manchester City í leiknum en hann hefur þar af leiðandi skorað 17 mörk í fyrstu 11 deildarleikjum sínum fyrir liðið. 

Kevin De Bruyne bætti þriðja marki Manchester City við en Leandro Trossard lagaði stöðuna fyrir Brighton. 

Manchester City hefur 26 stig í öðru sæti en Arsenal trónir á toppnum með stigi meira. Brighton er hins vegar í áttunda sæti með 15 stig. 

Roberto De Zerbi á enn eftir að ná í sigur sem knattspyrnustjóri Brighton en liðið hefur gert tvö jafntefli og beðið lægri hlut í þremur leikjum í stjóratíð hans. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira