Fyrsta tap Potter sem stjóri Chelsea kom gegn gamla félaginu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 15:50 Graham Potter mátti þola sitt fyrsta tap sem stjóri Chelsea gegn sínu gamla félagi. Alex Pantling/Getty Images Brighton & Hove Albion vann sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti sínum fyrrum stjóra, Graham Potter, og lærisveinum hans í Chelsea í dag. Þetta var fyrsta tap Chelsea eftir að Potter tók við stjórnartaumunum. Heimamenn í Brighton komust yfir strax á fimmtu mínútu leiksins með marki frá Leandro Trossard og tæpum tíu mínútum síðar varð Ruben Loftus-Cheek fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því orðin 2-0. Heimamenn fóru svo með 3-0 forystu inn í hálfleikinn eftir að Trevoh Chalobah varð einnig fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og brekkan því brött fyrir gestina í síðari hálfleik. Kai Havertz minnkaði muninn fyrir Chelsea strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks, en Pascal Gross endurheimti þriggja marka forystu heimamanna með marki í uppbótartíma og niðurstaðan því 4-1 sigur Brighton. Brighton situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki, þremur stigum á eftir Chelsea sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn
Brighton & Hove Albion vann sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti sínum fyrrum stjóra, Graham Potter, og lærisveinum hans í Chelsea í dag. Þetta var fyrsta tap Chelsea eftir að Potter tók við stjórnartaumunum. Heimamenn í Brighton komust yfir strax á fimmtu mínútu leiksins með marki frá Leandro Trossard og tæpum tíu mínútum síðar varð Ruben Loftus-Cheek fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því orðin 2-0. Heimamenn fóru svo með 3-0 forystu inn í hálfleikinn eftir að Trevoh Chalobah varð einnig fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og brekkan því brött fyrir gestina í síðari hálfleik. Kai Havertz minnkaði muninn fyrir Chelsea strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks, en Pascal Gross endurheimti þriggja marka forystu heimamanna með marki í uppbótartíma og niðurstaðan því 4-1 sigur Brighton. Brighton situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12 leiki, þremur stigum á eftir Chelsea sem situr í fimmta sæti.