Leeds lagði Liverpool á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2022 20:45 Sigurmarkinu fagnað. Nathan Stirk/Getty Images Leeds United gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool á Anfield í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-1 gestunum frá Leeds í vil. Gestirnir frá Liverpool byrjuðu leikinn skelfilega en Joe Gomez kom sér þá í vandræði og átti slaka sendingu til baka á Alisson í marki Liverpool. Sendingin var hins vegar í gagnstæða átt við hlaup Alisson sem rann og Rodrigo fékk það auðvelda hlutverk að renna boltanum yfir línuna og koma heimamönnum yfir. Eftir það settu gestirnir í fluggírinn og Illan Meslier varði meistaralega frá Roberto Firmino tæpum tíu mínútum síðar. Upp úr hornspyrnunni kom jöfnunarmarkið en spyrna Andrew Robertsson fann þá Mohamed Salah sem jafnaði metin. Brenden Aaronson var nálægt því að koma gestunum yfir á nýjan leik skömmu eftir það en skot hans hafnaði í þverslánni og staðan því enn jöfn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Það stefndi allt í að staðan yrði enn 1-1 þegar flautað yrði til leiksloka en Crysencio Summerville kom Leeds yfir á nýjan leik þegar ein mínúta var til leiksloka. 1 - For the first time in his Liverpool career, Virgil van Dijk has ended on the losing side in a Premier League home game, having been unbeaten in his first 70 at Anfield for the Reds before today (W59 D11). Concluded. pic.twitter.com/Uo8W1XTx2M— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2022 Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en það gekk ekki og leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna. Sigurinn lyftir Leeds upp í 15. sæti með 12 stig á meðan Liverpool er í 9. sæti með 16 stig. Enski boltinn
Leeds United gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool á Anfield í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-1 gestunum frá Leeds í vil. Gestirnir frá Liverpool byrjuðu leikinn skelfilega en Joe Gomez kom sér þá í vandræði og átti slaka sendingu til baka á Alisson í marki Liverpool. Sendingin var hins vegar í gagnstæða átt við hlaup Alisson sem rann og Rodrigo fékk það auðvelda hlutverk að renna boltanum yfir línuna og koma heimamönnum yfir. Eftir það settu gestirnir í fluggírinn og Illan Meslier varði meistaralega frá Roberto Firmino tæpum tíu mínútum síðar. Upp úr hornspyrnunni kom jöfnunarmarkið en spyrna Andrew Robertsson fann þá Mohamed Salah sem jafnaði metin. Brenden Aaronson var nálægt því að koma gestunum yfir á nýjan leik skömmu eftir það en skot hans hafnaði í þverslánni og staðan því enn jöfn 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Það stefndi allt í að staðan yrði enn 1-1 þegar flautað yrði til leiksloka en Crysencio Summerville kom Leeds yfir á nýjan leik þegar ein mínúta var til leiksloka. 1 - For the first time in his Liverpool career, Virgil van Dijk has ended on the losing side in a Premier League home game, having been unbeaten in his first 70 at Anfield for the Reds before today (W59 D11). Concluded. pic.twitter.com/Uo8W1XTx2M— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2022 Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en það gekk ekki og leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna. Sigurinn lyftir Leeds upp í 15. sæti með 12 stig á meðan Liverpool er í 9. sæti með 16 stig.