7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Snorri Rafn Hallsson skrifar 29. október 2022 13:01 Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. Leikir vikunnar Dusty 6 – 16 NÚÍ fyrsta leik umferðarinnar töpuðu Íslandsmeistarar Dusty stórt fyrir NÚ í Mirage. NÚ náði snemma góðu forskoti með Bl1ck og Ravle í fararbroddi en þegar vörn Dusty fór að virka gat liðið minnkað muninn í 6-5 fyrir NÚ. Undir lok fyrri hálfleiks steig Bjarni upp og sýndi fyrrum liðsfélögum sínum hvernig á að gera þetta og var staðan því 9-6 fyrir NÚ í hálfleik. Ekki var síðari hálfleikur betri fyrir Dusty sem áttu í eintómum vandræðum með efnahaginn og unnu ekki eina einustu lotu. Niðurstaðan var því stórsigur NÚ sem hleypir miklu lífi í baráttunna á toppi deildarinnar. Breiðablik 16 – 11 SAGALeikur Breiðabliks og SAGA í Nuke kortinu var afar kaflaskiptur. Breiðablik vann fyrstu tvær loturnar en SAGA jafnaði um hæl. Þá tók Breiðablik 6 lotur í röð þar sem Viruz fór á kostum á vappanum. SAGA minnkaði muninn aftur niður í eitt sitg með góðum spretti þar sem WZRD hélt sprengjusvæðinu og nýtti sér mistök Breiðabliks til að skapa liðsfélögum sínum tækifæri. SAGA tók svo loks fram úr Blikunum í upphafi síðari hálfleiks en þegar hraðar aðgerðir þeirra hættu að virka gat liðið ekki dregið neitt nýtt upp úr hattinum og missti því leikinn frá sér á afar skömmum tíma. LAVA 14 – 16 ÁrmannÞað var jöfn og spennandi viðureign þegar LAVA tók á móti Ármanni í Nuke. LAVA hafði forystuna framan af þar sem allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum til að koma LAVA í 7-2. Síðustu 6 loturnar féllu þó með Ármanni þar sem Ofvirkur fór hamförum á vappanum og naut stuðnings Lambo og Vargs. Upp frá því var leikurinn jafn fram á lokametrana en tvær lotur í röð þar sem Ármanni tókst að sprengja sprengjurnar gerðu útslagið og nældi Ármann sér því í sinn fjórða sigur á tímabilinu til þessa. Þór 16 – 12 TEN5IONNýliðinn Moshii var áberandi í leik TEN5ION gegn Þór í Dust 2. Velgengni TEN5ION framan af byggði á snjöllum aðgerðum Moshii en þegar Minidegreez í Þór komst upp á lagið með að taka hann út snemma féll botninn úr sóknarleik TEN5ION og Þór vann fyrri hálfleikinn 9-6. Í síðari hálfleik juku Þórsarar enn á forskotið en þegar sigurinn var svo gott sem í höfn átti TEN5ION góðan sprett sem minnkaði muninn úr 6 stigum niður í 2. Þó þeir vinni ekki oft stórt búa Þórsarar þó yfir þeirri seiglu sem þarf til að vinna leiki, nokkuð sem vantað hefur upp á hjá TEN5ION. 16-12 sigur Þórs var þeirra sjötti á tímabilinu og sitja Þórsarar því kátir á toppi töflunnar eftir þessa umferð. Fylkir 4 – 16 ViðstöðuLokaleikur umferðarinnar var viðureign Fylkis og Viðstöðu í Mirage. Fylkismenn komust snemma yfir 4-3 en fleiri urðu ekki stigin þeirra í þessum leik. Alle og Blazter í Viðstöðu fóru hreinlega á kostum og héldu liðinu uppi í 8 lotu runu í fyrri hálfleik til að gjörsamlega brjóta Fylki á bak aftur. Eftirleikurinn var svo auðveldur þar sem Fylkismenn virtust bæði uppgefnir og kærulausir og nældi lið Viðstöðu sér þannig í sinn þriðja sigur á tímabilinu. Staðan Þó nokkrar breytingar hafa orðið á töflunni. Þór og NÚ unnu sína leiki og skutu sér þannig upp fyrir Dusty sem situr í 3. sæti, 2 stigum á eftir toppliði Þórs. Sigur Ármanns á LAVA skaut þeim upp í 4. sætið en LAVA og Breiðablik eru einnig með 8 stig. SAGA féll um tvö sæti en lið Viðstöðu laumaði sér upp fyrir þá og eru því Fylkir og TEN5ION ein eftir á botninum, 2 og 3 sigrum á eftir næstu liðum. Næstu leikir 8. umferðin fer fram dagana 1. og 3. nóvember og er dagskráin eins og hér segir: Ármann – TEN5ION, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 Viðstöðu – NÚ, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 SAGA – Dusty, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30 LAVA – Fylkir, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30 Þór – Breiðablik, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Þór Akureyri Ármann Dusty Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Tilþrifin: MiNidGreez! sýndi frábær tilþrif er Þórsarar lyftu sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það miNideGreez! í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 28. október 2022 10:45 Tilþrifin: Viruz tekur út þrjá í þriðja sigri nýliðana í röð Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það viruz í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 26. október 2022 10:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti
Leikir vikunnar Dusty 6 – 16 NÚÍ fyrsta leik umferðarinnar töpuðu Íslandsmeistarar Dusty stórt fyrir NÚ í Mirage. NÚ náði snemma góðu forskoti með Bl1ck og Ravle í fararbroddi en þegar vörn Dusty fór að virka gat liðið minnkað muninn í 6-5 fyrir NÚ. Undir lok fyrri hálfleiks steig Bjarni upp og sýndi fyrrum liðsfélögum sínum hvernig á að gera þetta og var staðan því 9-6 fyrir NÚ í hálfleik. Ekki var síðari hálfleikur betri fyrir Dusty sem áttu í eintómum vandræðum með efnahaginn og unnu ekki eina einustu lotu. Niðurstaðan var því stórsigur NÚ sem hleypir miklu lífi í baráttunna á toppi deildarinnar. Breiðablik 16 – 11 SAGALeikur Breiðabliks og SAGA í Nuke kortinu var afar kaflaskiptur. Breiðablik vann fyrstu tvær loturnar en SAGA jafnaði um hæl. Þá tók Breiðablik 6 lotur í röð þar sem Viruz fór á kostum á vappanum. SAGA minnkaði muninn aftur niður í eitt sitg með góðum spretti þar sem WZRD hélt sprengjusvæðinu og nýtti sér mistök Breiðabliks til að skapa liðsfélögum sínum tækifæri. SAGA tók svo loks fram úr Blikunum í upphafi síðari hálfleiks en þegar hraðar aðgerðir þeirra hættu að virka gat liðið ekki dregið neitt nýtt upp úr hattinum og missti því leikinn frá sér á afar skömmum tíma. LAVA 14 – 16 ÁrmannÞað var jöfn og spennandi viðureign þegar LAVA tók á móti Ármanni í Nuke. LAVA hafði forystuna framan af þar sem allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum til að koma LAVA í 7-2. Síðustu 6 loturnar féllu þó með Ármanni þar sem Ofvirkur fór hamförum á vappanum og naut stuðnings Lambo og Vargs. Upp frá því var leikurinn jafn fram á lokametrana en tvær lotur í röð þar sem Ármanni tókst að sprengja sprengjurnar gerðu útslagið og nældi Ármann sér því í sinn fjórða sigur á tímabilinu til þessa. Þór 16 – 12 TEN5IONNýliðinn Moshii var áberandi í leik TEN5ION gegn Þór í Dust 2. Velgengni TEN5ION framan af byggði á snjöllum aðgerðum Moshii en þegar Minidegreez í Þór komst upp á lagið með að taka hann út snemma féll botninn úr sóknarleik TEN5ION og Þór vann fyrri hálfleikinn 9-6. Í síðari hálfleik juku Þórsarar enn á forskotið en þegar sigurinn var svo gott sem í höfn átti TEN5ION góðan sprett sem minnkaði muninn úr 6 stigum niður í 2. Þó þeir vinni ekki oft stórt búa Þórsarar þó yfir þeirri seiglu sem þarf til að vinna leiki, nokkuð sem vantað hefur upp á hjá TEN5ION. 16-12 sigur Þórs var þeirra sjötti á tímabilinu og sitja Þórsarar því kátir á toppi töflunnar eftir þessa umferð. Fylkir 4 – 16 ViðstöðuLokaleikur umferðarinnar var viðureign Fylkis og Viðstöðu í Mirage. Fylkismenn komust snemma yfir 4-3 en fleiri urðu ekki stigin þeirra í þessum leik. Alle og Blazter í Viðstöðu fóru hreinlega á kostum og héldu liðinu uppi í 8 lotu runu í fyrri hálfleik til að gjörsamlega brjóta Fylki á bak aftur. Eftirleikurinn var svo auðveldur þar sem Fylkismenn virtust bæði uppgefnir og kærulausir og nældi lið Viðstöðu sér þannig í sinn þriðja sigur á tímabilinu. Staðan Þó nokkrar breytingar hafa orðið á töflunni. Þór og NÚ unnu sína leiki og skutu sér þannig upp fyrir Dusty sem situr í 3. sæti, 2 stigum á eftir toppliði Þórs. Sigur Ármanns á LAVA skaut þeim upp í 4. sætið en LAVA og Breiðablik eru einnig með 8 stig. SAGA féll um tvö sæti en lið Viðstöðu laumaði sér upp fyrir þá og eru því Fylkir og TEN5ION ein eftir á botninum, 2 og 3 sigrum á eftir næstu liðum. Næstu leikir 8. umferðin fer fram dagana 1. og 3. nóvember og er dagskráin eins og hér segir: Ármann – TEN5ION, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 Viðstöðu – NÚ, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 SAGA – Dusty, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30 LAVA – Fylkir, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30 Þór – Breiðablik, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Þór Akureyri Ármann Dusty Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Tilþrifin: MiNidGreez! sýndi frábær tilþrif er Þórsarar lyftu sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það miNideGreez! í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 28. október 2022 10:45 Tilþrifin: Viruz tekur út þrjá í þriðja sigri nýliðana í röð Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það viruz í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 26. október 2022 10:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti
Tilþrifin: MiNidGreez! sýndi frábær tilþrif er Þórsarar lyftu sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það miNideGreez! í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 28. október 2022 10:45
Tilþrifin: Viruz tekur út þrjá í þriðja sigri nýliðana í röð Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það viruz í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 26. október 2022 10:31