Velta fyrir sér hvort Guardiola ætli að gera Arteta einn greiða í vibót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 17:02 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa núna um enska meistaratitilinn með liðum sínum. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City og Arsenal sátu bæði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en Arsenal liðið endurheimti toppsætið með 5-0 sigri á Nottingham Forest í gær. Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Arsenal liðið hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu á þessu tímabili og hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins tapað einu sinni. Fyrir vikið er liðið með tveimur stigum meira en Englandsmeistarar City. Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City áður en hann tók við liði Arsenal. Hann þekkti liðsmenn City því mjög vel og hefur þegar fengið tvær frábærar sendingar frá City. View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Það má segja að Guardiola hafi gert lærlingi sínum tvo greiða í sumar þegar Arsenal fékk bæði Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko. Báðir hafa bætt miklu við Arsenal liðið þótt Zinchenko sé meiddur þessa dagana. Arsenal borgaði reyndar 77 milljónir punda fyrir leikmennina en þeir hafa styrkt liðið mikið. Nú eru vangaveltur uppi um það í erlendum miðlum hvort að Guardiola gæti gert Arteta enn einn „greiðann“. Margir hafa bent á það að Arsenal liðið er allt annað lið þegar þeir eru með Thomas Partey inn á miðjunni eða þegar Partey er ekki með. Partey hefur meiðst reglulega og Arsenal þarf tilfinnanlega meiri breidd inn á miðjunni ætli liðið að ná að koma sér í gegnum þá leiki sem Thomas Partey er frá. Ilkay Gundogan, miðjumaður Manchester City, er að renna út á samning í sumar. City hefur ekki enn framlengt samning hans og Gundogan má fara að ræða við önnur félög í janúar. Það er því sérfræðingar sem hafa nefnt Gundogan sem mjög góðan kost fyrir Arsenal þótt að vitað sé líka af áhuga á honum heima í Þýskalandi. Gundogan er mjög fjölhæfur miðjumaður og getur því spilað djúpt á miðjunni en einnig getur hann leysta af menn eins og Martin Odegaard eða Emile Smith Rowe. Gundogan er reynslumikill og hefur sýnt leiðtogahæfileika sína hjá City liðinu undanfarin ár. Arsenal var kannski ekki líklegt til að keppa um titilinn við City þegar Gabriel Jesus og Zinchenko komu í sumar og því gæti meiri ógn af Arsenal mönnum minnkað líkurnar á að City leyfi Gundogan að fara þangað. Það breytir ekki því að menn þykir hann frábær kostur fyrir Arsenal liðið.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira