Newcastle United fékk að nota sex varamenn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Jamaal Lascelles kemur inn á sem varamaður hjá Newcastle United á móti Aston Villa og tekur við fyrirliðabandinu. EPA-EFE/PETER POWELL Newcastle United er á frábærri siglingu í ensku úrvalsdeildinni og situr í Meistaradeildarsæti eftir þrjá sigra í röð og fimm sigra og ekkert tap í síðustu sex leikjum. Newcastle liðið hefur aðeins tapað einum leik og fengið á sig fæst mörk af öllum liðum deildarinnar eða bara tíu í þrettán leikjum. | Newcastle first team to make six subs in a game this season thanks to new ruling https://t.co/he0r7KgekB— SPORTbible News (@SportBibleNews) October 30, 2022 Newcastle skrifaði líka söguna á sérstakan hátt í 4-0 sigrinum á Aston Villa á St. James Park um helgina. KNattspyrnustjórinn Eddie Howe varð þá sá fyrsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að nota sex varamenn í eina og sama leiknum. Það er búið að fjölga úr þremur skiptingum upp í fimm í deildinni en það á þó ekki að vera hægt að skipta sex sinnum nema undir ákveðnum kringumstæðum. Þessar ákveðnu kringumstæður komu upp í leiknum um helgina sem þýddi að Newcastle endaði leikinn með fleiri varamenn en leikmenn sem byrjuðu leikinn. Presumably a Premier League first - Newcastle made six subs today, as Villa made one under concussion protocol. pic.twitter.com/ThNxg8b7zj— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) October 29, 2022 Reglan sem leyfði þetta snéri að viðbrögðum við því þegar leikmenn fá heilahristing. Aston Villa þurfti að taka markvörðinn Emiliano Martinez út af eftir að argentínski markvörðurinn fékk höfuðhögg. Fyrir vikið mátti Newcastle á móti nota eina skiptingu í viðbót. Jacob Murphy og Matt Targett komu báðir inn á 71. mínútu, Jamaal Lascelles kom inn á 82. mínútu, Jonjo Shelvey kom inn á 83. mínútu og þeir Allan Saint-Maximin og Chris Wood komu báðir inn á 86. mínútu. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Newcastle liðið hefur aðeins tapað einum leik og fengið á sig fæst mörk af öllum liðum deildarinnar eða bara tíu í þrettán leikjum. | Newcastle first team to make six subs in a game this season thanks to new ruling https://t.co/he0r7KgekB— SPORTbible News (@SportBibleNews) October 30, 2022 Newcastle skrifaði líka söguna á sérstakan hátt í 4-0 sigrinum á Aston Villa á St. James Park um helgina. KNattspyrnustjórinn Eddie Howe varð þá sá fyrsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að nota sex varamenn í eina og sama leiknum. Það er búið að fjölga úr þremur skiptingum upp í fimm í deildinni en það á þó ekki að vera hægt að skipta sex sinnum nema undir ákveðnum kringumstæðum. Þessar ákveðnu kringumstæður komu upp í leiknum um helgina sem þýddi að Newcastle endaði leikinn með fleiri varamenn en leikmenn sem byrjuðu leikinn. Presumably a Premier League first - Newcastle made six subs today, as Villa made one under concussion protocol. pic.twitter.com/ThNxg8b7zj— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) October 29, 2022 Reglan sem leyfði þetta snéri að viðbrögðum við því þegar leikmenn fá heilahristing. Aston Villa þurfti að taka markvörðinn Emiliano Martinez út af eftir að argentínski markvörðurinn fékk höfuðhögg. Fyrir vikið mátti Newcastle á móti nota eina skiptingu í viðbót. Jacob Murphy og Matt Targett komu báðir inn á 71. mínútu, Jamaal Lascelles kom inn á 82. mínútu, Jonjo Shelvey kom inn á 83. mínútu og þeir Allan Saint-Maximin og Chris Wood komu báðir inn á 86. mínútu.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira