Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, hefur varað kjósendur við að kjósa hinn nýja flokk Rasmussen, Moderaterne, en hefur á sama tíma ekki útilokað að starfa með flokknum að loknum kosningum. Skoðanakannanir sýna að hvorki hægriblokkin, né vinstriblokkin, muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga er að finna einmitt Rasmussen og Moderaterne sem hafa verið að mælast með um tíu prósent atkvæða síðustu vikurnar. Hafa fréttaskýrendur og leiðarahöfundar dagblaða sagt að Rasmussen muni því vera í lykilstöðu að loknum kosningum. Það hefur óvenjulega þröngt á þingi í kappræðuþáttum þar sem fjórtán flokkar eru í framboði og sýna kannanir að ríflega fimmti hver kjósandi hafi enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokkur verði fyrir valinu í kjörklefanum. Færeyingar kusu sína tvo fulltrúa á danska þingið í gær, degi á undan, þar sem 1. nóvember er minningardagur um látna sjómenn í Færeyjum. Talning leiddi í ljós að Sambandsflokkurinn, sem er systurflokkur Venstre, náði inn einum þingmanni og Jafnaðarmannaflokkurinn, systurflokkur Jafnaðarmannaflokksins danska, hinum. Kjörstaðir loka klukkan 19 að íslenskum tíma og munu danskir fjölmiðlar þá birta útgönguspár sínar. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstrem Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna og Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsmanna í kappræðum í danska sjónvarpinu.EPA Sagði skilið við Venstre Løkke, sem var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019, sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Hann tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Ný skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær (innan sviga er fylgið í kosningum 2019): Jafnaðarmannaflokkurinn 26,6% (25,9%) Venstre 13,7% (23,4%) Moderaterne 8,8% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 7,0% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,7% (7,7%) Einingarlistinn 6,3% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 6,0% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,3% (2,3%) Nýir borgaralegir 4,3% (2,4%) Radikale Venstre 4,4% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,9% (8,7%) Valkosturinn 3,2% (3,0%) Heilbrigðismál í brennidepli Síðustu daga kosningabaráttunnar hefur hún í síauknum mæli verið farin að snúast um heilbrigðismálin. Kannanir benda sömuleiðis til að þetta sé sá málaflokkur sem skiptir kjósendur mestu máli. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfi Danmerkur. Frederiksen hefur í kjölfarið rétt út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra. „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum,“ sagði Frederiksen. Fréttaskýrendur telja að reynsla Løkke geri það að verkum að kjósendur trúi að hann geti hrundið boðuðum breytingum í gegn. Samkvæmt stefnu Moderaterne vilja þeir gera breytingar á svokallaðri „meðferðarábyrgð“ (d. behandlingsgaranti) sem Løkke kom sjálfur í upphafi aldarinnar þegar hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra. Hann vill sömuleiðis hækka laun heilbrigðisstarfsfólks, en danskt heilbrigðiskerfi glímir bæði við langa biðlista og skort á starfsfólki. Í frétt Verdens Gang er sagt frá könnun sem Voxmeter gerði meðal danskra kjósenda þar sem aðspurðir voru beðnir um að nefna þá þrjá málaflokka sem skipti þá mestu máli í kosningabaráttunni. Heilbrigðismálin og loftslags- og umhverfismál skáru sig þar úr. Þessa málaflokka settu kjósendur í forgang: Heilbrigðismál: 44,9 prósent Loftslags- og umhverfismál: 44,1 prósent Eldri borgarar og lífeyrismál: 23,3 prósent Málefni skóla og barna: 17,6 prósent Skattar og efnahagsmál; 15,4 prósent Fjármál heimilisins: 12,1 prósent Utanríkismál: 11,5 prósent Verðbólga: 10,7 prósent Félagsmál: 9,2 prósent Orkumál: 7,5 prósent Innflytjendamál hafa ekki verið áberandi í kosningabaráttunni og má rekja það að mestu til þess að flestir flokkar eru á sömu línu hvað þau varðar. Danir hafa á síðustu árum tekið upp einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf sem fyrirfinnst meðal aðildarríkja ESB. Fyrir vikið hefur það gerst að Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur barist lengst fyrir strangri innflytjendastefnu, mælist nú með innan við þriggja prósenta fylgi og eru verulegar líkur á að hann muni hreinlega þurrkast út af danska þinginu. Spennan hefur verið mikil í kosningabaráttunni sem hefur að stórum hluta snúist um heilbrigðismálin síðustu daga.Getty Boðaði til kosninga fyrr eftir hótun um vantraust Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkurinn myndaði minnihlutastjórn eftir kosningarnar 2019. Sex flokkar hafa varið stjórnina vantrausti – Sósíalíski þjóðarflokkurinn, Radikale Venstre og Einingarlistinn, auk tveggja þingmanna Grænlands og eins frá Færeyjum. Radikale Venstre hótaði að lýsa yfir vantrausti á Frederiksen í haust ef hún myndi ekki boða tafarlaust til kosninga. Var ástæðan óánægja flokksins með Minkamálið svokallaða – að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lóga öllum minkum í landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi stangast á við lög. Flokkarnir fjórtán sem eru í framboði (heimild: vg.no) Jafnaðarmannaflokkurinn (Socialdemokratiet). Flokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hefur stýrt landinu frá 2019. Leggur áherslu á öflugt velferðarkerfi og atvinnulíf. Hefur tekið upp stranga stefnu í málefnum innflytjenda og vill koma upp móttöku fyrir hælisleitendur sem leita til Danmerkur í Afríku. Venstre. Borgaralegur og frjálslyndur flokkur og leiddi um árabil ríkisstjórn hægri flokkanna. Jakob Ellemann-Jensen tók við formennsku af Lars Løkke Rasmussen árið 2019. Flokkurinn hefur glímt við mikil innanflokksátök á kjörtímabilinu og mælist nú með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 2019. Moderaterne. Flokkur Løkke sem stofnaður var í ágúst 2021. Hann skilgreinir flokkinn sem borgaralegan miðjuflokk og benda kannanir til að hann gæti verið í lykilstöðu eftir kosningarnar. Danmerkurdemókratar (Danmarksdemokraterne). Flokkur Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, sem stofnaður var í júní 2022. Støjberg sagði skilið við Venstre fyrr á kjörtímabilinu eftir að hafa verið dregin fyrir ríkisrétt vegna brota í embætti innflytjendaráðherra. Flokkurinn leggur áherslu á stranga innflytjendapólitík og málefni landsbyggðarinnar. Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti). Flokkurinn vill afnema greiðsluþak til félagsmála, fjölga vistvænum bílum og lækka verð fyrir notendur lestakerfisins. Flokkurinn vill sömuleiðis fjölga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu. Einingarlistinn (Enhedslisten – De Rød-Grønne). Flokkurinn leggur mikla áherslu á umhverfismál, vill banna bensín- og dísilbíla og tryggja orkuskipti í flugsamgöngum. Vilja fjölga starfsfólki í velferðarkerfinu og frjálslyndari innflytjendastefnu. Íhaldsflokkurinn (Det Konservative Folkeparti). Vilja lækka skatta. Søren Pape Poulsen er leiðtogi flokksins og hefur hann sætt harðri gagnrýni vegna funda sinna með stjórnmálamönnum í Dóminíska lýðveldinu og lyga fyrrverandi eiginmanns síns í nokkrum málum. Frjálslynda bandalagið (Liberal Alliance). Leggur mikla áherslu á frjálslyndi í efnahagsmálum og auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Vill lækka skatta og draga úr umsvifum hins opinbera. Nýir borgaralegir (Nye Borgerlige). Flokkur utarlega á hægrivængnum sem leggur áherslu á frjálslyndi í efnahagsmálum. Vilja stöðva straum innflytjenda til Danmerkur og vilja meina að íslam stríði gegn lýðræðinu. Radikale Venstre. Frjálslyndur umhverfisflokkur sem tilheyrir rauðu blokkinni í dönskum stjórnmálum. Vilja sjá aukinn Evrópusamruna og samræmda evrópska stefnu í málefnum hælisleitenda. Danski þjóðarflokkurinn (Dansk Folkeparti). Flokkur utarlega á hægrivængnum sem hefur alla tíð lagt áherslu á stranga stefnu í málefnum innflytjenda. Flokkurinn hefur hins vegar misst sitt sérstöðuna og sitt helsta baráttumál, þar sem aðrir flokkar eru nú á sömu línu. Flokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið og leggur áherslu á málefni eldri borgara. Góðar líkur eru á að flokkurinn detti út af þingi, en fjölmargir þingmenn flokksins sagt skilið við flokkinn á kjörtímabilinu. Valkosturinn (Alternativet). Flokkur sem leggur mikla áherslu á loftslagsmál. Vilja stórsókn í orkuskiptum og að stofnað verði nýtt „ofurráðuneyti“ til að stýra stefnu danskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Vilja sömuleiðis þrjátíu tíma vinnuviku til að draga úr stressi í samfélaginu. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Fréttaskýringar Tengdar fréttir Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent
Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, hefur varað kjósendur við að kjósa hinn nýja flokk Rasmussen, Moderaterne, en hefur á sama tíma ekki útilokað að starfa með flokknum að loknum kosningum. Skoðanakannanir sýna að hvorki hægriblokkin, né vinstriblokkin, muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga er að finna einmitt Rasmussen og Moderaterne sem hafa verið að mælast með um tíu prósent atkvæða síðustu vikurnar. Hafa fréttaskýrendur og leiðarahöfundar dagblaða sagt að Rasmussen muni því vera í lykilstöðu að loknum kosningum. Það hefur óvenjulega þröngt á þingi í kappræðuþáttum þar sem fjórtán flokkar eru í framboði og sýna kannanir að ríflega fimmti hver kjósandi hafi enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokkur verði fyrir valinu í kjörklefanum. Færeyingar kusu sína tvo fulltrúa á danska þingið í gær, degi á undan, þar sem 1. nóvember er minningardagur um látna sjómenn í Færeyjum. Talning leiddi í ljós að Sambandsflokkurinn, sem er systurflokkur Venstre, náði inn einum þingmanni og Jafnaðarmannaflokkurinn, systurflokkur Jafnaðarmannaflokksins danska, hinum. Kjörstaðir loka klukkan 19 að íslenskum tíma og munu danskir fjölmiðlar þá birta útgönguspár sínar. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstrem Mette Frederiksen, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna og Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsmanna í kappræðum í danska sjónvarpinu.EPA Sagði skilið við Venstre Løkke, sem var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019, sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Hann tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Ný skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær (innan sviga er fylgið í kosningum 2019): Jafnaðarmannaflokkurinn 26,6% (25,9%) Venstre 13,7% (23,4%) Moderaterne 8,8% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 7,0% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,7% (7,7%) Einingarlistinn 6,3% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 6,0% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,3% (2,3%) Nýir borgaralegir 4,3% (2,4%) Radikale Venstre 4,4% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,9% (8,7%) Valkosturinn 3,2% (3,0%) Heilbrigðismál í brennidepli Síðustu daga kosningabaráttunnar hefur hún í síauknum mæli verið farin að snúast um heilbrigðismálin. Kannanir benda sömuleiðis til að þetta sé sá málaflokkur sem skiptir kjósendur mestu máli. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfi Danmerkur. Frederiksen hefur í kjölfarið rétt út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra. „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum,“ sagði Frederiksen. Fréttaskýrendur telja að reynsla Løkke geri það að verkum að kjósendur trúi að hann geti hrundið boðuðum breytingum í gegn. Samkvæmt stefnu Moderaterne vilja þeir gera breytingar á svokallaðri „meðferðarábyrgð“ (d. behandlingsgaranti) sem Løkke kom sjálfur í upphafi aldarinnar þegar hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra. Hann vill sömuleiðis hækka laun heilbrigðisstarfsfólks, en danskt heilbrigðiskerfi glímir bæði við langa biðlista og skort á starfsfólki. Í frétt Verdens Gang er sagt frá könnun sem Voxmeter gerði meðal danskra kjósenda þar sem aðspurðir voru beðnir um að nefna þá þrjá málaflokka sem skipti þá mestu máli í kosningabaráttunni. Heilbrigðismálin og loftslags- og umhverfismál skáru sig þar úr. Þessa málaflokka settu kjósendur í forgang: Heilbrigðismál: 44,9 prósent Loftslags- og umhverfismál: 44,1 prósent Eldri borgarar og lífeyrismál: 23,3 prósent Málefni skóla og barna: 17,6 prósent Skattar og efnahagsmál; 15,4 prósent Fjármál heimilisins: 12,1 prósent Utanríkismál: 11,5 prósent Verðbólga: 10,7 prósent Félagsmál: 9,2 prósent Orkumál: 7,5 prósent Innflytjendamál hafa ekki verið áberandi í kosningabaráttunni og má rekja það að mestu til þess að flestir flokkar eru á sömu línu hvað þau varðar. Danir hafa á síðustu árum tekið upp einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf sem fyrirfinnst meðal aðildarríkja ESB. Fyrir vikið hefur það gerst að Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur barist lengst fyrir strangri innflytjendastefnu, mælist nú með innan við þriggja prósenta fylgi og eru verulegar líkur á að hann muni hreinlega þurrkast út af danska þinginu. Spennan hefur verið mikil í kosningabaráttunni sem hefur að stórum hluta snúist um heilbrigðismálin síðustu daga.Getty Boðaði til kosninga fyrr eftir hótun um vantraust Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkurinn myndaði minnihlutastjórn eftir kosningarnar 2019. Sex flokkar hafa varið stjórnina vantrausti – Sósíalíski þjóðarflokkurinn, Radikale Venstre og Einingarlistinn, auk tveggja þingmanna Grænlands og eins frá Færeyjum. Radikale Venstre hótaði að lýsa yfir vantrausti á Frederiksen í haust ef hún myndi ekki boða tafarlaust til kosninga. Var ástæðan óánægja flokksins með Minkamálið svokallaða – að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lóga öllum minkum í landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi stangast á við lög. Flokkarnir fjórtán sem eru í framboði (heimild: vg.no) Jafnaðarmannaflokkurinn (Socialdemokratiet). Flokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hefur stýrt landinu frá 2019. Leggur áherslu á öflugt velferðarkerfi og atvinnulíf. Hefur tekið upp stranga stefnu í málefnum innflytjenda og vill koma upp móttöku fyrir hælisleitendur sem leita til Danmerkur í Afríku. Venstre. Borgaralegur og frjálslyndur flokkur og leiddi um árabil ríkisstjórn hægri flokkanna. Jakob Ellemann-Jensen tók við formennsku af Lars Løkke Rasmussen árið 2019. Flokkurinn hefur glímt við mikil innanflokksátök á kjörtímabilinu og mælist nú með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 2019. Moderaterne. Flokkur Løkke sem stofnaður var í ágúst 2021. Hann skilgreinir flokkinn sem borgaralegan miðjuflokk og benda kannanir til að hann gæti verið í lykilstöðu eftir kosningarnar. Danmerkurdemókratar (Danmarksdemokraterne). Flokkur Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, sem stofnaður var í júní 2022. Støjberg sagði skilið við Venstre fyrr á kjörtímabilinu eftir að hafa verið dregin fyrir ríkisrétt vegna brota í embætti innflytjendaráðherra. Flokkurinn leggur áherslu á stranga innflytjendapólitík og málefni landsbyggðarinnar. Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti). Flokkurinn vill afnema greiðsluþak til félagsmála, fjölga vistvænum bílum og lækka verð fyrir notendur lestakerfisins. Flokkurinn vill sömuleiðis fjölga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu. Einingarlistinn (Enhedslisten – De Rød-Grønne). Flokkurinn leggur mikla áherslu á umhverfismál, vill banna bensín- og dísilbíla og tryggja orkuskipti í flugsamgöngum. Vilja fjölga starfsfólki í velferðarkerfinu og frjálslyndari innflytjendastefnu. Íhaldsflokkurinn (Det Konservative Folkeparti). Vilja lækka skatta. Søren Pape Poulsen er leiðtogi flokksins og hefur hann sætt harðri gagnrýni vegna funda sinna með stjórnmálamönnum í Dóminíska lýðveldinu og lyga fyrrverandi eiginmanns síns í nokkrum málum. Frjálslynda bandalagið (Liberal Alliance). Leggur mikla áherslu á frjálslyndi í efnahagsmálum og auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Vill lækka skatta og draga úr umsvifum hins opinbera. Nýir borgaralegir (Nye Borgerlige). Flokkur utarlega á hægrivængnum sem leggur áherslu á frjálslyndi í efnahagsmálum. Vilja stöðva straum innflytjenda til Danmerkur og vilja meina að íslam stríði gegn lýðræðinu. Radikale Venstre. Frjálslyndur umhverfisflokkur sem tilheyrir rauðu blokkinni í dönskum stjórnmálum. Vilja sjá aukinn Evrópusamruna og samræmda evrópska stefnu í málefnum hælisleitenda. Danski þjóðarflokkurinn (Dansk Folkeparti). Flokkur utarlega á hægrivængnum sem hefur alla tíð lagt áherslu á stranga stefnu í málefnum innflytjenda. Flokkurinn hefur hins vegar misst sitt sérstöðuna og sitt helsta baráttumál, þar sem aðrir flokkar eru nú á sömu línu. Flokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið og leggur áherslu á málefni eldri borgara. Góðar líkur eru á að flokkurinn detti út af þingi, en fjölmargir þingmenn flokksins sagt skilið við flokkinn á kjörtímabilinu. Valkosturinn (Alternativet). Flokkur sem leggur mikla áherslu á loftslagsmál. Vilja stórsókn í orkuskiptum og að stofnað verði nýtt „ofurráðuneyti“ til að stýra stefnu danskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Vilja sömuleiðis þrjátíu tíma vinnuviku til að draga úr stressi í samfélaginu.
Ný skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær (innan sviga er fylgið í kosningum 2019): Jafnaðarmannaflokkurinn 26,6% (25,9%) Venstre 13,7% (23,4%) Moderaterne 8,8% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 7,0% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,7% (7,7%) Einingarlistinn 6,3% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 6,0% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,3% (2,3%) Nýir borgaralegir 4,3% (2,4%) Radikale Venstre 4,4% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,9% (8,7%) Valkosturinn 3,2% (3,0%)
Flokkarnir fjórtán sem eru í framboði (heimild: vg.no) Jafnaðarmannaflokkurinn (Socialdemokratiet). Flokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hefur stýrt landinu frá 2019. Leggur áherslu á öflugt velferðarkerfi og atvinnulíf. Hefur tekið upp stranga stefnu í málefnum innflytjenda og vill koma upp móttöku fyrir hælisleitendur sem leita til Danmerkur í Afríku. Venstre. Borgaralegur og frjálslyndur flokkur og leiddi um árabil ríkisstjórn hægri flokkanna. Jakob Ellemann-Jensen tók við formennsku af Lars Løkke Rasmussen árið 2019. Flokkurinn hefur glímt við mikil innanflokksátök á kjörtímabilinu og mælist nú með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 2019. Moderaterne. Flokkur Løkke sem stofnaður var í ágúst 2021. Hann skilgreinir flokkinn sem borgaralegan miðjuflokk og benda kannanir til að hann gæti verið í lykilstöðu eftir kosningarnar. Danmerkurdemókratar (Danmarksdemokraterne). Flokkur Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, sem stofnaður var í júní 2022. Støjberg sagði skilið við Venstre fyrr á kjörtímabilinu eftir að hafa verið dregin fyrir ríkisrétt vegna brota í embætti innflytjendaráðherra. Flokkurinn leggur áherslu á stranga innflytjendapólitík og málefni landsbyggðarinnar. Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti). Flokkurinn vill afnema greiðsluþak til félagsmála, fjölga vistvænum bílum og lækka verð fyrir notendur lestakerfisins. Flokkurinn vill sömuleiðis fjölga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og velferðarþjónustu. Einingarlistinn (Enhedslisten – De Rød-Grønne). Flokkurinn leggur mikla áherslu á umhverfismál, vill banna bensín- og dísilbíla og tryggja orkuskipti í flugsamgöngum. Vilja fjölga starfsfólki í velferðarkerfinu og frjálslyndari innflytjendastefnu. Íhaldsflokkurinn (Det Konservative Folkeparti). Vilja lækka skatta. Søren Pape Poulsen er leiðtogi flokksins og hefur hann sætt harðri gagnrýni vegna funda sinna með stjórnmálamönnum í Dóminíska lýðveldinu og lyga fyrrverandi eiginmanns síns í nokkrum málum. Frjálslynda bandalagið (Liberal Alliance). Leggur mikla áherslu á frjálslyndi í efnahagsmálum og auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Vill lækka skatta og draga úr umsvifum hins opinbera. Nýir borgaralegir (Nye Borgerlige). Flokkur utarlega á hægrivængnum sem leggur áherslu á frjálslyndi í efnahagsmálum. Vilja stöðva straum innflytjenda til Danmerkur og vilja meina að íslam stríði gegn lýðræðinu. Radikale Venstre. Frjálslyndur umhverfisflokkur sem tilheyrir rauðu blokkinni í dönskum stjórnmálum. Vilja sjá aukinn Evrópusamruna og samræmda evrópska stefnu í málefnum hælisleitenda. Danski þjóðarflokkurinn (Dansk Folkeparti). Flokkur utarlega á hægrivængnum sem hefur alla tíð lagt áherslu á stranga stefnu í málefnum innflytjenda. Flokkurinn hefur hins vegar misst sitt sérstöðuna og sitt helsta baráttumál, þar sem aðrir flokkar eru nú á sömu línu. Flokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið og leggur áherslu á málefni eldri borgara. Góðar líkur eru á að flokkurinn detti út af þingi, en fjölmargir þingmenn flokksins sagt skilið við flokkinn á kjörtímabilinu. Valkosturinn (Alternativet). Flokkur sem leggur mikla áherslu á loftslagsmál. Vilja stórsókn í orkuskiptum og að stofnað verði nýtt „ofurráðuneyti“ til að stýra stefnu danskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Vilja sömuleiðis þrjátíu tíma vinnuviku til að draga úr stressi í samfélaginu.
Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent