Lotumeðferð við kvíða - framtíðin í kvíðameðferð? Ásmundur Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar