Skoðun

Að kveikja á síðustu eld­spýtunni

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum.

Skoðun

Lág laun og á­lag í starfs­um­hverfi valda skorti á fag­fólki

Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa

Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar.

Skoðun

Hvað veit Haf­ró um verndun haf­svæða?

Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030.

Skoðun

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun

Menningarstríð í borginni

Hildur Björnsdóttir skrifar

Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. 

Skoðun

Mál­frelsið

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Það er margt sem við vitum öll en verður ekki endilega rétt fyrr en einhver segir það upphátt. Við venjumst hlutum hraðar en við gerum okkur grein fyrir. Það sem eitt sinn var óhugsandi getur smám saman orðið hluti af daglegu lífi. Það gerist ekki vegna þess að það öðlist nýtt siðferðilegt gildi heldur vegna þess að við hættum að efast.

Skoðun

Austur­land lykil­hlekkur í varnar­málum

Ragnar Sigurðsson skrifar

Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins.

Skoðun

Á­hyggjur af fyrir­hugaðri sam­einingu Hljóðbókasafns Ís­lands

Snævar Ívarsson skrifar

Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila.

Skoðun

Fjár­festing í færni

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.

Skoðun

Hvar á ég heima? Að­gengi fólks með POTS að heil­brigðis­þjónustu

Hugrún Vignisdóttir skrifar

Það að greinast með ólæknandi heilkenni er áfall. Það hefur áhrif á þá sem greinast og fólkið í kringum þau hvort sem er fjölskyldu, vini, samstarfsfólk eða aðra. POTS er ólæknandi heilkenni og með heilkenni er átt við samansafn af einkennum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem koma saman en orsakir heilkennisins geta verið mismunandi.

Skoðun

Lærum af reynslunni

Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár.

Skoðun

„Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi

Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

„Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert.

Skoðun

Hróplegt ó­rétt­læti í líf­eyris­málum

Finnbjörn A. Hermansson skrifar

Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða.

Skoðun

Tími for­manns Af­stöðu liðinn

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, virðist brenna meira fyrir að berjast fyrir erlenda fanga en fyrir samlanda sína. Hann talar sífellt um jafnræði, en er blindur á þá staðreynd að íslenskir fangar sitja eftir, án raddar og án stuðnings.

Skoðun

Þögnin sem mótar um­ræðuna

Snorri Ásmundsson skrifar

Í nýjum tölvuleik má sjá geimskip ætla að gleypa Eiffelturninn. Myndlíkingin kann að virðast fjarstæðukennd, en hún dregur fram spurningu sem á einnig við í alþjóðlegum stjórnmálum: hverjir hafa vald til að gleypa tákn, raddir og jafnvel umræðu í heilu samfélögunum?

Skoðun

Minni sóun, meiri verð­mæti

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri.

Skoðun

Yfir­borðs­kennd til­tekt

Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Skoðun

Konukot

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.

Skoðun

Hvers vegna ekki bókun 35?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan.

Skoðun

Ís­lendingar – rolluþjóð með fram­tíð í hampi

Sigríður Ævarsdóttir skrifar

Íslendingar eru rolluþjóð. Ég hef sagt það áður og segi það enn – þó mörgum þyki óþægilegt að gangast við því. Við segjum oft með stolti að við séum hestaþjóð, og það er vissulega rétt – en við erum þó fyrst og fremst rolluþjóð. Og hana nú!

Skoðun

Við hvað erum við hrædd?

Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar

Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki.

Skoðun

Höfuð­borgin eftir fimm­tíu ár, hvað erum við að tala um?

Samúel Torfi Pétursson skrifar

Um helgina voru Emmy verðlaunin afhent og athygli vakti þegar framleiðandinn Lorne Michaels, tók við verðlaunum fyrir þáttaröð sína Saturday Night Life, en hafði áður fengið verðlaun fyrir þessa sömu þáttaröð árið 1975, eða fyrir fimmtíu árum síðan.

Skoðun

Pólitískt of­beldi, fas­ismi og tví­skinnungur valdsins

Davíð Aron Routley og Karl Héðinn Kristjánsson skrifa

Í Bandaríkjunum hefur árum saman verið hamrað á áróðri gegn svokölluðum „vinstri öfgamönnum“. Fjölmiðlar vestanhafs tala um Antifa sem helstu ógnina við lýðræðið, en tölfræðin segir annað: aðeins 4% pólitískra morða síðustu áratuga eru framin af öfgafólki vinstra megin, á meðan 76% eru af hendi hægri öfgamanna.

Skoðun

Örugg heil­brigðisþjónusta fyrir öll börn frá upp­hafi - Alþjóð­legur dagur sjúklingaöryggis 2025

María Heimisdóttir skrifar

Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra.

Skoðun

Einn pakki á dag

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert.

Skoðun

Heil­brigðis­kerfi Ís­lands - Látum verkin tala!

Victor Guðmundsson skrifar

Sem læknir er ómögulegt að taka ekki sífellt eftir leiðum til að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Ísland býr að frábæru heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur dag og nótt af mikilli elju, en álagið er mikið, biðlistar langir og víða er mannekla.

Skoðun

Hörmungarnar sem heimurinn hunsar

Ragnar Schram skrifar

Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans.

Skoðun

Dýrasti staður í heimi

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Það er ekki ólíklegt að lesendur þessarar greinar hafi tekið eftir allskonar fjársöfnunum fyrir fjölskyldur á Gaza. Í sumum tilvikum er söfnunin á vegum palestínskra íbúa á Íslandi sem safna fyrir ættingja sína en í öðrum er um að ræða barnfædda Íslendinga sem kynntust fólkinu yfir netið.

Skoðun