Lars Løkke í lykilstöðu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 23:30 Lars Løkke Rasmussen virtist sigurviss þegar hann greiddi atkvæði sitt í Kaupmannahöfn í dag. Nú er ljóst að Moderaterne, með Løkke í forystu, sé í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Getty/Jensen Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%) Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Sjá meira
Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Sjá meira
Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08
Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22