Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 07:51 Mette Frederiksen fagnaði í nótt. AP Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. Frederiksen benti á að meirihluti sé fyrir því að henni verði falið að mynda ríkisstjórn og eru allar líkur á að drottningin muni Frederiksen formlegt umboð til þess. Rauða blokkin, undir forystu Frederiksen, hlaut naumasta mögulega meirihluta – níutíu þingmenn – ef taldir eru með annar af tveimur nýjum þingmönnum Færeyinga og báðir þingmenn Grænlendinga. Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkurinn töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að mynduð yrði ný „breið“ ríkisstjórn. Frederiksen endurtók það í nótt, eftir að niðurstaða lá fyrir, að fráfarandi ríkisstjórn myndi fara frá og að hún myndi ganga á fund drottningar. Áfram verði stefnt að „breiðri stjórn“, það er að leitast yrði eftir því að mynda stjórn með flokkum sem standa utan rauðu blokkarinnar. Hún sagði það vera það sem kæmi Danmörku best. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Moderaterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut 9,3 prósent atkvæða í kosningunum í gær og tryggði flokkurinn sér sextán þingsæti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Frederiksen benti á að meirihluti sé fyrir því að henni verði falið að mynda ríkisstjórn og eru allar líkur á að drottningin muni Frederiksen formlegt umboð til þess. Rauða blokkin, undir forystu Frederiksen, hlaut naumasta mögulega meirihluta – níutíu þingmenn – ef taldir eru með annar af tveimur nýjum þingmönnum Færeyinga og báðir þingmenn Grænlendinga. Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkurinn töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að mynduð yrði ný „breið“ ríkisstjórn. Frederiksen endurtók það í nótt, eftir að niðurstaða lá fyrir, að fráfarandi ríkisstjórn myndi fara frá og að hún myndi ganga á fund drottningar. Áfram verði stefnt að „breiðri stjórn“, það er að leitast yrði eftir því að mynda stjórn með flokkum sem standa utan rauðu blokkarinnar. Hún sagði það vera það sem kæmi Danmörku best. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Moderaterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut 9,3 prósent atkvæða í kosningunum í gær og tryggði flokkurinn sér sextán þingsæti.
Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11)
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22