8. umferð CS:GO: 30-bombur og stórir sigrar Snorri Rafn Hallsson skrifar 5. nóvember 2022 13:49 Þór er áfram á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, en NÚ og Dusty fylgja fast á hælana. Leikir vikunnar Ármann 16 – 0 TEN5ION Liðin mættust í Nuke þar sem lið TEN5ION beið afhroð. Allt frá hnífalotunni hafði Ármann töglin og hagldirnar í leiknum en innkoma Criis í liðið var kærkomin viðbót. Criis lék áður með SAGA en tók sér hlé frá Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili. Í þetta skiptið leysti hann Lambo af og var akkerið í vörn Ármanns þar sem hann tók á móti leikmönnum TEN5ION á innisvæðinu og stráfelldi þá trekk í trekk. Hundzi var Criis til hald og trausts á meðan aðrir leikmenn liðsins léku annars staðar á kortinu. Niðurstaðan var sú að TEN5ION vann ekki eina einustu lotu í leiknum og er því um að ræða stærsta sigur í sögu Ljósleiðaradeildarinnar. NÚ 16 – Viðstöðu 10 Leikurinn fór fram í Mirage og byrjaði NÚ í vörn eftir þrefalda fellu frá Bl1ck í hnífalotunni. Lið Viðstöðu var hins vegar öflugt framan af og vann fyrstu fjórar loturnar. NÚ bætti þá um betur og vann næstu 11 lotur hálfleiksins til að koma sér í yfirburðarstöðu með RavlE á vappanum. Fyrstu tvær lotur síðari hálfleiks féllu einnig með NÚ svo samtals voru þetta heilar 13 lotur í röð. Í stöðunni 15–5 tóku leikmenn Viðstöðu örlítið við sér og minnkuðu muninn en það var of seint í rassinn gripið og NÚ hafði betur. Dusty 16 – 13 SAGA Það var kominn tími á að Dusty næði sér í stig eftir erfiðan kafla í deildinni undanfarið þar sem liðið féll úr fyrsta sætinu niður í það þriðja. SAGA náði þó forskoti í upphafi en Dustymenn voru snöggir að jafna, komast yfir og vinna hálfleikinn. Skipti þar miklu að Thor hafði alla jafna betur í vappaeinvígum við ADHD sem náði sér aldrei á flug. Síðari hálfleikur var svo spennandi þar sem WZRD var allt í öllu fyrir SAGA, en EddezeNNN steig aldeilis upp og hélt forskotinu fyrir Dusty. 30-bomba frá WZRD í 28. lotu sló tapinu á frest en Bóndi innsiglaði sigurinn strax þar á eftir. LAVA 13 – 16 Fylkir Lið LAVA og Fylkis mættust í Ancient kortinu þar sem Fylkir fékk að hefja leikinn í vörn. Snemma í leiknum náði Fylkir góðu forskoti og byggðist það helst á því hvernig leikmönnum liðsins tókst að sjá við LAVA í endurtökum og aftengja sprengjuna aftur og aftur. Brnr og LeFluff voru í fantaformi en sá fyrrnefndi átti eftir að ljúka leiknum með hvorki meira né minna en 33 fellur undir beltinu. Leikmenn LAVA voru þó öflugri þegar þeir fengu að leika í vörn og var sóknarleikur Fylkis ósannfærandi framan af. 7 lotu forskot Fylkis varð að engu en undir lokin tókst þeim að vinna þrjár lotur í röð og tryggja sér stigin tvö úr leiknum. Þór 16 – 8 Breiðablik Þessi lokaleikur umferðarinnar fór fram í Mirage þar Þórsarar voru við stjórnvölinn allt frá upphafi. Beittur sóknarleikur liðsins byggði á skemmtilegum opnunum frá Minidegreez á vappanum og tókst Breiðabliki aldrei að tengja saman lotur og byggja upp almennilegan banka. Þór hafði því 5 lotu forskot inn í síðari hálfleikinn þar sem Peterrr var kjarninn í vörn liðsins. Heilt á litið voru Þórsarar einfaldlega mun betri og með sigrinum héldu þeir toppsætinu í deildinni. Staðan Eins og fyrr segir trónir Þór enn á toppnum eftir að hafa skotið sér fram úr NÚ og Dusty sem fylgja fast á eftir. Sigur Ármanns í sínum leik styrkti stöðu liðsins í fjórða sætinu en þar á eftir kemur mjög jöfn miðja þar sem LAVA, Breiðablik, Viðstöðu og SAGA etja kappi. Enn sem áður er Fylkir í næst neðsta sætinu og TEN5ION stigalausir á botninum. Næstu leikir Viðureignirnar í næstu umferð eru ekki af verri endanum þar sem liðin fyrir miðju og botni deildarinnar eiga mikið undir í sínum leik. 9. umferðinni, og fyrri hluta tímabilsins lýkur svo með stórleik Þórs og Dusty, en dagskrá umferðarinnar er eftirfarandi: Fylkir–Breiðablik, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 19:30 Viðstöðu–LAVA, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20:30 Ármann–SAGA, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 19.30 NÚ–TEN5ION, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 20.30 Dusty–Þór, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 21.30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Fylkir Breiðablik Ármann Tengdar fréttir Tilþrifin: Dabbehhh tekur út þrjá fyrir toppliðið Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Dabbehhh í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. nóvember 2022 11:16 Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. nóvember 2022 10:45 7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. 29. október 2022 13:01 Mozar7: Bróðir Bríetar hitar upp í Fortnite Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 1. nóvember 2022 13:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Ármann 16 – 0 TEN5ION Liðin mættust í Nuke þar sem lið TEN5ION beið afhroð. Allt frá hnífalotunni hafði Ármann töglin og hagldirnar í leiknum en innkoma Criis í liðið var kærkomin viðbót. Criis lék áður með SAGA en tók sér hlé frá Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili. Í þetta skiptið leysti hann Lambo af og var akkerið í vörn Ármanns þar sem hann tók á móti leikmönnum TEN5ION á innisvæðinu og stráfelldi þá trekk í trekk. Hundzi var Criis til hald og trausts á meðan aðrir leikmenn liðsins léku annars staðar á kortinu. Niðurstaðan var sú að TEN5ION vann ekki eina einustu lotu í leiknum og er því um að ræða stærsta sigur í sögu Ljósleiðaradeildarinnar. NÚ 16 – Viðstöðu 10 Leikurinn fór fram í Mirage og byrjaði NÚ í vörn eftir þrefalda fellu frá Bl1ck í hnífalotunni. Lið Viðstöðu var hins vegar öflugt framan af og vann fyrstu fjórar loturnar. NÚ bætti þá um betur og vann næstu 11 lotur hálfleiksins til að koma sér í yfirburðarstöðu með RavlE á vappanum. Fyrstu tvær lotur síðari hálfleiks féllu einnig með NÚ svo samtals voru þetta heilar 13 lotur í röð. Í stöðunni 15–5 tóku leikmenn Viðstöðu örlítið við sér og minnkuðu muninn en það var of seint í rassinn gripið og NÚ hafði betur. Dusty 16 – 13 SAGA Það var kominn tími á að Dusty næði sér í stig eftir erfiðan kafla í deildinni undanfarið þar sem liðið féll úr fyrsta sætinu niður í það þriðja. SAGA náði þó forskoti í upphafi en Dustymenn voru snöggir að jafna, komast yfir og vinna hálfleikinn. Skipti þar miklu að Thor hafði alla jafna betur í vappaeinvígum við ADHD sem náði sér aldrei á flug. Síðari hálfleikur var svo spennandi þar sem WZRD var allt í öllu fyrir SAGA, en EddezeNNN steig aldeilis upp og hélt forskotinu fyrir Dusty. 30-bomba frá WZRD í 28. lotu sló tapinu á frest en Bóndi innsiglaði sigurinn strax þar á eftir. LAVA 13 – 16 Fylkir Lið LAVA og Fylkis mættust í Ancient kortinu þar sem Fylkir fékk að hefja leikinn í vörn. Snemma í leiknum náði Fylkir góðu forskoti og byggðist það helst á því hvernig leikmönnum liðsins tókst að sjá við LAVA í endurtökum og aftengja sprengjuna aftur og aftur. Brnr og LeFluff voru í fantaformi en sá fyrrnefndi átti eftir að ljúka leiknum með hvorki meira né minna en 33 fellur undir beltinu. Leikmenn LAVA voru þó öflugri þegar þeir fengu að leika í vörn og var sóknarleikur Fylkis ósannfærandi framan af. 7 lotu forskot Fylkis varð að engu en undir lokin tókst þeim að vinna þrjár lotur í röð og tryggja sér stigin tvö úr leiknum. Þór 16 – 8 Breiðablik Þessi lokaleikur umferðarinnar fór fram í Mirage þar Þórsarar voru við stjórnvölinn allt frá upphafi. Beittur sóknarleikur liðsins byggði á skemmtilegum opnunum frá Minidegreez á vappanum og tókst Breiðabliki aldrei að tengja saman lotur og byggja upp almennilegan banka. Þór hafði því 5 lotu forskot inn í síðari hálfleikinn þar sem Peterrr var kjarninn í vörn liðsins. Heilt á litið voru Þórsarar einfaldlega mun betri og með sigrinum héldu þeir toppsætinu í deildinni. Staðan Eins og fyrr segir trónir Þór enn á toppnum eftir að hafa skotið sér fram úr NÚ og Dusty sem fylgja fast á eftir. Sigur Ármanns í sínum leik styrkti stöðu liðsins í fjórða sætinu en þar á eftir kemur mjög jöfn miðja þar sem LAVA, Breiðablik, Viðstöðu og SAGA etja kappi. Enn sem áður er Fylkir í næst neðsta sætinu og TEN5ION stigalausir á botninum. Næstu leikir Viðureignirnar í næstu umferð eru ekki af verri endanum þar sem liðin fyrir miðju og botni deildarinnar eiga mikið undir í sínum leik. 9. umferðinni, og fyrri hluta tímabilsins lýkur svo með stórleik Þórs og Dusty, en dagskrá umferðarinnar er eftirfarandi: Fylkir–Breiðablik, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 19:30 Viðstöðu–LAVA, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20:30 Ármann–SAGA, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 19.30 NÚ–TEN5ION, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 20.30 Dusty–Þór, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 21.30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Fylkir Breiðablik Ármann Tengdar fréttir Tilþrifin: Dabbehhh tekur út þrjá fyrir toppliðið Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Dabbehhh í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. nóvember 2022 11:16 Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. nóvember 2022 10:45 7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. 29. október 2022 13:01 Mozar7: Bróðir Bríetar hitar upp í Fortnite Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 1. nóvember 2022 13:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: Dabbehhh tekur út þrjá fyrir toppliðið Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Dabbehhh í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. nóvember 2022 11:16
Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. nóvember 2022 10:45
7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. 29. október 2022 13:01
Mozar7: Bróðir Bríetar hitar upp í Fortnite Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 1. nóvember 2022 13:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti