Enski boltinn

Markahæsti Brassinn skilinn eftir heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino getur einbeitt sér að Liverpool liðinu því hann fær ekki að fara á HM.
Roberto Firmino getur einbeitt sér að Liverpool liðinu því hann fær ekki að fara á HM. Getty/John Powell

Brasilíumenn völdu í gær HM-hópinn sinn og það var hægt að sjá hvert dramatíska myndbandið á fætur öðru þar sem leikmönnum fögnuðu því að vera valdir í hópinn.

Eina af stóru ákvörðunum hjá Tite þjálfara var að velja Arsenal framherjann Gabriel Martinelli á kostnað Roberto Firmino hjá Liverpool.

Firmino hafði verið fastamaður í hópnum undanfarin ár en Martinelli hefur aðeins spilað þrjá landsleiki.

Frábær frammistaða Martinelli að undanförnu sá til þess að Tite gat ekki gengið fram hjá þessum 21 árs gamla framtíðarleikmanni liðsins.

Skysports fjallaði um valið á framherjum brasilíska landsliðsins en alls eru fjórir framherjar Brassana að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Auk þess að velja Martinelli þá valdi Tite einnig Richarlison hjá Tottenham, Gabriel Jesus hjá Arsenal og Antony hjá Manchester United.

Þar kemur fram að markahæsti Brassinn var í raun skilinn eftir heima því Roberto Firmino hefur skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni heldur en allir þessir fjórir.

Það er reyndar nóg af flottum framherjum í hópnum því þar eru einnig Neymar hjá Paris Saint-Germain, Vinícius Júnior og Rodrygo hjá Real Madrid og Raphinha hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×