Enski boltinn

Conor myndi elska að kaupa Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður Manchester United segist Conor McGregor vera áhugasamur um að kaupa erkifjendurna í Liverpool.
Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður Manchester United segist Conor McGregor vera áhugasamur um að kaupa erkifjendurna í Liverpool. getty/Alessio Morgese

Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að hann myndi elska að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Fenway Sports Group hefur sett Liverpool á sölu eftir að hafa átt félagið síðan 2010. Á þeim tíma hefur Liverpool unnið allt sem hægt er að vinna, meðal annars Meistaradeild Evrópu 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020.

Ýmsir hafa verið nefndir sem mögulegir kandítatar til að kaupa Liverpool. Fáir áttu þau eflaust von á því að Manchester United-stuðningsmaðurinn Conor væri einn þeirra.

Conor gaf aðdáendum sínum tækifæri á að spyrja hann spurninga á Twitter í gær. Einn þeirra spurði Írann hvort hann hefði áhuga á að kaupa Liverpool og hann svaraði því játandi.

„ÉG MYNDI ELSKA ÞAÐ! Ég hef beðið um upplýsingar um þetta, já. Strax og ég heyrði þetta. Þvílík atburðarás! Þvílíkt félag!“ skrifaði Conor.

Óvíst er hversu mikil alvara fylgdi orðum Conors en hann hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að kaupa United.

Conor hefur ekki keppt síðan hann tapaði fyrir Dustin Poirier í júlí í fyrra. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×