Enski boltinn

City hætti að borga meinta nauðgaranum laun fyrir rúmu ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benjamin Mendy mætir í réttarsal.
Benjamin Mendy mætir í réttarsal. getty/Peter Byrne

Englandsmeistarar Manchester City hafa ekki borgað meinta nauðgaranum Benjamin Mendy laun í rúmt ár.

Réttarhöld yfir Mendy standa nú yfir en hann er sakaður um gróft kynferðisofbeldi. Fyrir rétti greindi Frakkinn frá því að City hafi hætt að borga honum laun í september í fyrra.

Mendy var kærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunar og kynferðisofbeldi. Hann á að hafa brotið á sex konum á tímabilinu tímabilinu október 2020 til ágúst 2021.

Mendy var handtekinn í ágúst í fyrra og mánuði seinna hætti City að borga honum laun. Hann greindi frá þessu fyrir rétti í gær. Talið er að hann hafi verið með rúmlega hundruð þúsund pund í vikulaun.

City keypti Mendy frá Monaco fyrir rúmlega fimmtíu milljónir punda sumarið 2017. Hann hefur unnið fjölda titla með City og varð auk þess heimsmeistari með franska landsliðinu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×