Enski boltinn

Jones kominn í Dýrlingatölu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nathan Jones fær í fyrsta sinn tækifæri til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni.
Nathan Jones fær í fyrsta sinn tækifæri til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. getty/Nathan Stirk

Nathan Jones er nýr knattspyrnustjóri Southampton. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Dýrlingana.

Hinn 49 ára Jones kemur til Southampton frá Luton Town þar sem hann gerði frábæra hluti. Hann tekur við Southampton af Ralph Hassenhüttl sem var rekinn eftir 1-4 tap fyrir Newcastle United á sunnudaginn.

Jones stýrir Southampton í fyrsta skipti þegar liðið sækir Liverpool heim á laugardaginn. Eftir það verður gert hlé á ensku úrvalsdeildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar.

Jones stýrði Luton fyrst á árunum 2016-19 en hætti til að taka við Stoke City. Þar gekk ekkert og Walesverjinn var rekinn eftir tæpt ár í starfi. Hann tók þá aftur við Luton og var nálægt því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.

Southampton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir fjórtán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×