Enski boltinn

Klopp: Ég verð áfram þótt að það komi nýir eigendur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp framlengdi samning sinn á síðustu leiktíð en hann gildir nú til ársins 2026.
Jürgen Klopp framlengdi samning sinn á síðustu leiktíð en hann gildir nú til ársins 2026. James Gill/Getty Images

Það eru umrótatímar hjá Liverpool eftir að það fréttir að enska úrvalsdeildarfélagið væri til sölu en Fenway Sports Group er að kanna möguleika á því að selja félagið fyrir hámarksupphæð.

Fenway Sports Group sagðist reyndar vera að leita að nýju hluthöfum í félaginu og myndi skoða þá möguleika ef að það kæmi vel út fyrir enska félagið.

Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út í hvað tæki við hjá honum ef að það kæmu nýir eigendur.

„Hvað sem gerist þá er ég mjög ánægður með samstarfið við eigendurna. Ef það myndi breytast þá er ég enn skuldbundinn félaginu,“ sagði Jürgen Klopp eftir sigur Liverpool á Derby County í vítakeppni í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

„Það sem ég veit er að þeir eru að leita að nýjum fjárfestum og mér finnst það skynsamlegt,“ sagði Klopp.

Þýski stjórinn vill ekki bera þetta saman við það þegar Chelsea var til sölu á síðustu leiktíð.

„Þeir [FSG] eru að leita af fjárfestum. Staðan er allt önnur. Chelsea varð að seljast af því að eigandi félagsins var í vandræðum,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×