Maðurinn sem Southgate skildi eftir sökkti Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 14:35 Ivan Toney tryggði Brentford ótrúlegan 2-1 sigur. Alex Livesey/Getty Images Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri. Erling Braut Håland kom boltanum ekki framhjá David Raya í dag.Matt McNulty/Getty Images Gestirnir í Brentford byrjuðu frábærlega og því lítið hægt að kvarta þegar Ivan Toney kom þeim yfir. David Raya, markvörður Brentford, spyrnti boltanum inn á teig úr aukaspyrnu. Ben Mee skallaði boltann fyrir markið þar sem Toney náði skalla að marki. Boltinn hafði viðkomu í Aymeric Laporte, sem stökk upp með Toney, og fór í boga yfir Ederson í marki Man City. Ivan Toney let em know pic.twitter.com/x5iMkBRvXF— B/R Football (@brfootball) November 12, 2022 Sóknarleikur heimamanna var mjög stirður en í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom jöfnunarmarkið. Kevin De Bruyne átti þá hornspyrnu sem Phil Foden þrumaði í netið og staðan orðin 1-1. Síðari hálfleikur var ekki upp á marga fiska og þó heimamenn hafi einokað boltann þá fengu gestirnir nokkur hættuleg upphlaup. Úr einu slíku kom sigurmark leiksins en Man City átti hornspyrnu. Spyrnan var slök og fór yfir allan pakkann. Brentford þaut í skyndisókn þar sem boltinn barst frá vinstri til hægri áður en hann rataði fyrir markið þar sem Toney skoraði annað mark gestanna og tryggði ótrúlegan 2-1 sigur. Eftir tap dagsins er ljóst að Manchester City verður í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar næsta mánuðinn eða svo þar sem deildin er nú farin í frí vegna HM í Katar. Brentford er á sama tíma í 10. sæti en Crystal Palace getur náð tíunda sætinu með sigri á Nottingham Forest síðar í dag. Enski boltinn
Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri. Erling Braut Håland kom boltanum ekki framhjá David Raya í dag.Matt McNulty/Getty Images Gestirnir í Brentford byrjuðu frábærlega og því lítið hægt að kvarta þegar Ivan Toney kom þeim yfir. David Raya, markvörður Brentford, spyrnti boltanum inn á teig úr aukaspyrnu. Ben Mee skallaði boltann fyrir markið þar sem Toney náði skalla að marki. Boltinn hafði viðkomu í Aymeric Laporte, sem stökk upp með Toney, og fór í boga yfir Ederson í marki Man City. Ivan Toney let em know pic.twitter.com/x5iMkBRvXF— B/R Football (@brfootball) November 12, 2022 Sóknarleikur heimamanna var mjög stirður en í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom jöfnunarmarkið. Kevin De Bruyne átti þá hornspyrnu sem Phil Foden þrumaði í netið og staðan orðin 1-1. Síðari hálfleikur var ekki upp á marga fiska og þó heimamenn hafi einokað boltann þá fengu gestirnir nokkur hættuleg upphlaup. Úr einu slíku kom sigurmark leiksins en Man City átti hornspyrnu. Spyrnan var slök og fór yfir allan pakkann. Brentford þaut í skyndisókn þar sem boltinn barst frá vinstri til hægri áður en hann rataði fyrir markið þar sem Toney skoraði annað mark gestanna og tryggði ótrúlegan 2-1 sigur. Eftir tap dagsins er ljóst að Manchester City verður í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar næsta mánuðinn eða svo þar sem deildin er nú farin í frí vegna HM í Katar. Brentford er á sama tíma í 10. sæti en Crystal Palace getur náð tíunda sætinu með sigri á Nottingham Forest síðar í dag.