Mannvirkjagerð er ein af þeim atvinnugreinum þar sem orkuskipti munu skipta mjög miklu máli eigi Íslendingar að ná loftlagsmarkmiðum sínum. Með innleiðingu rafmagnsvinnuvéla þá tekur ÍAV ekki bara þátt í að draga úr losun heldur sparar félagið umtalsvert í orkukostnaði við rekstur vélarinnar.
Volvo ECR25 Electric beltagrafan er sú fyrsta í nýrri línu Volvo vinnuvéla og er 100% rafknúin. Hún er með 20 kW mótor og vigtar 2800 kg.
„Í vinnu við þetta verkefni hefur Brimborg upplýst og tekið samtal við Samorku - Samtök orku- og veitufyrirtækja, Orkustofnun, Íslenska nýorku, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun, Landsnet, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið um þessi áform og höfum við fengið einstaklega jákvæð viðbrögð.“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Brimborg stærst á markaði rafknúinna ökutækja og véla
Í samræmi við markmið Umhverfisstefnu Brimborgar, Visthæf skref, sem innleidd var árið 2007 þá hefur Brimborg lagt mikla áherslu á leiðtogahlutverk sitt í orkuskiptum á bílamarkaði með það að markmiði að hraða orkuskiptum.
Brimborg forgangsraðar gagnvart innflutningi á rafknúnum bílum og tækjum, hefur fyrst bíla- og tækjaumboða gefið út heildstætt sjálfbærniuppgjör.