Messi grínaðist með slæmu áhrif Guardiola á fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 17:00 Lionel Messi og Pep Guardiola á sínum tíma þegar þeir voru að vinna saman hjá Barcelona. Getty/Manuel Queimadelos Lionel Messi og Pep Guardiola bera endalaust virðingu fyrir hvorum öðrum og það er nóg til að hrósi þegar þeir ræða hvorn annan í fjölmiðlaviðtölum. Messi spilaði undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008 til 2012 eða þegar hann var að springa út sem besti knattspyrnumaður heims. Messi var léttur á því þegar hann ræddi Guardiola í nýju viðtali. Lionel Messi breaks down how Pep Guardiola did a 'lot of harm' to football and it's absolutely fascinating pic.twitter.com/VM9Ckw2D2w— SPORTbible (@sportbible) November 13, 2022 Messi grínaðist þar með slæmu áhrif Pep Guardiola á fótboltann. „Guardiola skaðaði fótboltann af því hann lét þetta líta svo auðveldlega út og í framhaldinu vildu allir gera hlutina eins og hann,“ sagði Lionel Messi brosandi. „Seinna sá ég marga Guardiola þarna úti og þá áttaði maður sig betur á því hvað við gerðum og hvað það þýddi,“ sagði Messi. Messi og Guardiola unnu fjórtán titla saman þar á meðal þrennuna á fyrsta tímabilinu 2008-09. Árið 2009 vann Barcelona sex titla. Lionel Messi says there's no manager quite like Pep Guardiola pic.twitter.com/XiECT7dN40— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2022 Guardiola fór frá Barcelona árið 2012 og tók seinna við liði Bayern München í þrjár leiktíðir. Hann hefur síðan verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 2016. Leikstíll liða Guardiola snýst um að halda boltanum innan liðsins og setja síðan hápressu á mótherjanna þegar liðið er ekki með boltann. Messi var spurður af því hvort Guardiola sé besti þjálfarinn sem hann hefur haft. „Án nokkurs vafa. Hann kemur með eitthvað sérstakt, ofan á það hvernig hann horfði á leiki, undirbjó liðið og hans samskipti við leikmenn. Ástæðan fyrir því er hvernig hann kemur hlutunum til skila við þig,“ sagði Messi. Fyrir þá sem tala spænsku má sjá Messi í viðtalinu hér fyrir neðan. La admiración total de Messi a Guardiola."Le hizo mucho mal al fútbol. Parecía tan sencillo que todo el mundo quería copiarle. Después me encontré mucho Guardiola por ahí... Y te das cuenta de lo que hicimos".Lunes a las 22.00h en #UniversoValdano pic.twitter.com/jK9bBLgzUB— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) November 12, 2022 Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Messi spilaði undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008 til 2012 eða þegar hann var að springa út sem besti knattspyrnumaður heims. Messi var léttur á því þegar hann ræddi Guardiola í nýju viðtali. Lionel Messi breaks down how Pep Guardiola did a 'lot of harm' to football and it's absolutely fascinating pic.twitter.com/VM9Ckw2D2w— SPORTbible (@sportbible) November 13, 2022 Messi grínaðist þar með slæmu áhrif Pep Guardiola á fótboltann. „Guardiola skaðaði fótboltann af því hann lét þetta líta svo auðveldlega út og í framhaldinu vildu allir gera hlutina eins og hann,“ sagði Lionel Messi brosandi. „Seinna sá ég marga Guardiola þarna úti og þá áttaði maður sig betur á því hvað við gerðum og hvað það þýddi,“ sagði Messi. Messi og Guardiola unnu fjórtán titla saman þar á meðal þrennuna á fyrsta tímabilinu 2008-09. Árið 2009 vann Barcelona sex titla. Lionel Messi says there's no manager quite like Pep Guardiola pic.twitter.com/XiECT7dN40— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2022 Guardiola fór frá Barcelona árið 2012 og tók seinna við liði Bayern München í þrjár leiktíðir. Hann hefur síðan verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 2016. Leikstíll liða Guardiola snýst um að halda boltanum innan liðsins og setja síðan hápressu á mótherjanna þegar liðið er ekki með boltann. Messi var spurður af því hvort Guardiola sé besti þjálfarinn sem hann hefur haft. „Án nokkurs vafa. Hann kemur með eitthvað sérstakt, ofan á það hvernig hann horfði á leiki, undirbjó liðið og hans samskipti við leikmenn. Ástæðan fyrir því er hvernig hann kemur hlutunum til skila við þig,“ sagði Messi. Fyrir þá sem tala spænsku má sjá Messi í viðtalinu hér fyrir neðan. La admiración total de Messi a Guardiola."Le hizo mucho mal al fútbol. Parecía tan sencillo que todo el mundo quería copiarle. Después me encontré mucho Guardiola por ahí... Y te das cuenta de lo que hicimos".Lunes a las 22.00h en #UniversoValdano pic.twitter.com/jK9bBLgzUB— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) November 12, 2022
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira