„Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna,“ svaraði Mugison þegar Vala Eiríks kynnir kvöldsins spurði um söguna á bak við gripinn.
„Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“
Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni.
„Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“
Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður. Stefnan var þá tekin á gítarverslun.
Frásögnina má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.