Vilja fá Haaland lánaðan í 28 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Er smá obbolítil möguleiki á því að Pep Guardiola leyfi Erling Haaland að fara á láni? Getty/James Gill Þótt þú spilar í sjöundu deild enska boltans þá er það ekki vegna skorts á metnaðarfullum ráðagerðum eða húmor. Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022 Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira