„Ég er mjög tilfinningarík manneskja“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 11:31 Tónlistarkonan Fríd var að gefa út plötuna REBIRTH og ræðir við blaðamann um tónlistina og lífið. Harpa Thors „Ég hef elskað tónlist síðan ég man eftir mér,“ segir tónlistarkonan Fríd en hún var að gefa út plötuna REBIRTH. Blaðamaður tók púlsinn á henni og hennar skapandi hugarheimi. Fríd heitir réttu nafni Sigfríð Rut Gyrðisdóttir en hún segist hafa alist upp við tónlist. „Foreldrar mínir voru alltaf að spila plötur fyrir mig og ég byrjaði mjög ung að syngja. Það var samt ekki fyrr en ég fór í tónlistarlýðháskóla í Danmörku árið 2015 að ég fattaði að tónlist væri eitthvað sem ég vildi einbeita mér að og gera að atvinnu minni líka.“ Árið 2015 áttaði Fríd sig á því að hún vildi gera tónlistina að atvinnu.Harpa Thors Tilfinningarík, einlæg og ákveðin Þegar blaðamaður biður Fríd að lýsa sjálfri sér sem söngkonu segir hún: „Ég er mjög tilfinningarík manneskja og hef reynt mitt besta að koma tilfinningum mínum frá mér sem best í textunum mínum og hafa þá einlæga og frá hjartanu. Ég er líka mjög ákveðin og hef mjög sterka sýn yfir allt sem viðkemur listinni minni og er oft með ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil að hlutir hljómi eða hvernig eitthvað eigi að líta út en ég pæli mikið í heildarmyndinni.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segir það hafa verið mjög lærdómsríkt að vinna með öðrum „Hvort sem það er í tónlistarsköpuninni eða við gerð tónlistarmyndbanda til dæmis. Ég hef lært hvernig ég get komið hlutum frá mér sem best en einnig verið mjög opin fyrir hugmyndum annarra.“ Sækir innblástur í guðdómlegar melódíur Við gerð plötunnar segist Frid hafa hlustað mikið á franska tónlistarkonu sem heitir Oklou. „Ég uppgötvaði hana árið 2020 þegar hún gaf út plötuna Galore og ég hef ekki hætt að hlusta á hana síðan. Melódíurnar hennar eru guðdómlegar og allur hljóðheimurinn er svo draumkenndur að hann dregur mann inn í eitthvað ævintýri. Charli XCX, Rosalía, FKA Twigs og Enya eru einnig tónlistarkonur sem ég hlusta mikið á og leita í þegar ég vil fá hugmyndir og innblástur.“ Upphaf ferlisins við gerð plötunnar má rekja rúm fjögur ár aftur í tímann. „Ég gerði lögin Anywhere og Out of It árið 2018 en öll hin lögin vann ég með Hilmari Árna Halldórssyni og við byrjuðum að vinna saman sumarið 2020. Við vissum ekki strax að við vildum gera heila plötu en svo þróaðist það bara þannig og lögin sem við gerðum hljómuðu mjög vel saman og lögin sem ég gerði 2018 pössuðu vel inn í hljóðheiminn sem var að myndast“, segir Fríd. Fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur Aðspurð segir Fríd að fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur í íslensku tónlistarsenunni. „Mér hefur fundist smá erfitt að koma tónlistinni minni almennilega á framfæri og ég velti því einmitt fyrir mér hvort það sé vegna þess að ég er ekki að gera „hefðbundið“ popp eða kannski af því ég syng á ensku og Íslendingar vilji frekar heyra tónlist á íslensku?“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segist alltaf vera að hugsa um leiðir til þess að fleiri geti uppgötvað tónlistina sína. „Ég er stöðugt að reyna að finna góðan og sniðugan vettvang fyrir hana. Ein leið er að halda eigin tónleika eða halda tónleika með öðru tónlistarfólki. Ég hef gert bæði og það heppnaðist vel og var mjög gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er mikið um að vera hjá þessari tónlistarkonu um þessar mundir í kjölfar plötuútgáfunnar. „Ég er að undirbúa útgáfutónleika fyrir plötuna og mig langar að halda eina í Reykjavík og eina í Garðinum á Suðurnesjunum þar sem foreldrar mínir búa og ég bjó í nokkur ár. Einnig er ég í ferlinu að framleiða vínyl af plötunni og það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera og er mjög spennt fyrir,“ segir Fríd að lokum. Hér má hlusta á plötuna: Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. 14. nóvember 2022 20:00 „Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fríd heitir réttu nafni Sigfríð Rut Gyrðisdóttir en hún segist hafa alist upp við tónlist. „Foreldrar mínir voru alltaf að spila plötur fyrir mig og ég byrjaði mjög ung að syngja. Það var samt ekki fyrr en ég fór í tónlistarlýðháskóla í Danmörku árið 2015 að ég fattaði að tónlist væri eitthvað sem ég vildi einbeita mér að og gera að atvinnu minni líka.“ Árið 2015 áttaði Fríd sig á því að hún vildi gera tónlistina að atvinnu.Harpa Thors Tilfinningarík, einlæg og ákveðin Þegar blaðamaður biður Fríd að lýsa sjálfri sér sem söngkonu segir hún: „Ég er mjög tilfinningarík manneskja og hef reynt mitt besta að koma tilfinningum mínum frá mér sem best í textunum mínum og hafa þá einlæga og frá hjartanu. Ég er líka mjög ákveðin og hef mjög sterka sýn yfir allt sem viðkemur listinni minni og er oft með ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég vil að hlutir hljómi eða hvernig eitthvað eigi að líta út en ég pæli mikið í heildarmyndinni.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segir það hafa verið mjög lærdómsríkt að vinna með öðrum „Hvort sem það er í tónlistarsköpuninni eða við gerð tónlistarmyndbanda til dæmis. Ég hef lært hvernig ég get komið hlutum frá mér sem best en einnig verið mjög opin fyrir hugmyndum annarra.“ Sækir innblástur í guðdómlegar melódíur Við gerð plötunnar segist Frid hafa hlustað mikið á franska tónlistarkonu sem heitir Oklou. „Ég uppgötvaði hana árið 2020 þegar hún gaf út plötuna Galore og ég hef ekki hætt að hlusta á hana síðan. Melódíurnar hennar eru guðdómlegar og allur hljóðheimurinn er svo draumkenndur að hann dregur mann inn í eitthvað ævintýri. Charli XCX, Rosalía, FKA Twigs og Enya eru einnig tónlistarkonur sem ég hlusta mikið á og leita í þegar ég vil fá hugmyndir og innblástur.“ Upphaf ferlisins við gerð plötunnar má rekja rúm fjögur ár aftur í tímann. „Ég gerði lögin Anywhere og Out of It árið 2018 en öll hin lögin vann ég með Hilmari Árna Halldórssyni og við byrjuðum að vinna saman sumarið 2020. Við vissum ekki strax að við vildum gera heila plötu en svo þróaðist það bara þannig og lögin sem við gerðum hljómuðu mjög vel saman og lögin sem ég gerði 2018 pössuðu vel inn í hljóðheiminn sem var að myndast“, segir Fríd. Fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur Aðspurð segir Fríd að fjölbreyttar tónlistarstefnur mættu njóta sín betur í íslensku tónlistarsenunni. „Mér hefur fundist smá erfitt að koma tónlistinni minni almennilega á framfæri og ég velti því einmitt fyrir mér hvort það sé vegna þess að ég er ekki að gera „hefðbundið“ popp eða kannski af því ég syng á ensku og Íslendingar vilji frekar heyra tónlist á íslensku?“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Hún segist alltaf vera að hugsa um leiðir til þess að fleiri geti uppgötvað tónlistina sína. „Ég er stöðugt að reyna að finna góðan og sniðugan vettvang fyrir hana. Ein leið er að halda eigin tónleika eða halda tónleika með öðru tónlistarfólki. Ég hef gert bæði og það heppnaðist vel og var mjög gaman.“ View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er mikið um að vera hjá þessari tónlistarkonu um þessar mundir í kjölfar plötuútgáfunnar. „Ég er að undirbúa útgáfutónleika fyrir plötuna og mig langar að halda eina í Reykjavík og eina í Garðinum á Suðurnesjunum þar sem foreldrar mínir búa og ég bjó í nokkur ár. Einnig er ég í ferlinu að framleiða vínyl af plötunni og það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera og er mjög spennt fyrir,“ segir Fríd að lokum. Hér má hlusta á plötuna:
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. 14. nóvember 2022 20:00 „Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. 14. nóvember 2022 20:00
„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. 15. júní 2022 11:30