Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 07:00 Hljómsveitin Í svörtum fötum var gríðarlega vinsæl og gaf út hvern smellinn á eftir öðrum. Lagið Meðan ég sef með hljómsveitinni Í svörtum fötum kom út árið 2004 og varð gríðarlega vinsælt. Lagið er frábært en myndbandið eiginlega enn betra. Hljómsveitameðlimir sýna stórkostlegan leikursigur. Áki Sveinsson sem ljósmyndari og Einar Örn Jónsson sem reiður bílstjóri. Hrafnkell Pálmarsson er sérlega sannfærandi í hlutverki útigangsmanns. Mest mæðir þó á söngvara sveitarinnar, honum Jónsa, sem sést í gegnum allt myndbandið hlaupa viðstöðulaust. Kallinn er í fínu formi eins og endranær og blæs ekki úr nös þrátt fyrir að hlaupa í gegnum alla borgina. Í samtali við Vísi segir Jónsi frá því hvernig hugmyndin að myndbandinu kviknaði. „Við hljómsveitarmeðlimirnir ákváðum að hafa textaþema á plötunni sem endurspeglaðist í þessu titillagi plötunnar – „Meðan ég sef“. Öll lögin fjölluðu því um nóttina eða svefninn á einn eða annan hátt. Þegar ég samdi „Meðan ég sef“, sá ég fyrir mér mjög ákveðinn four-on-the-floor takt, nokkurs konar diskótakt með sterkum áherslum milli slaga í taktinum. Það orsakaði að lagið, sem fjallaði um svefn, var með takti á góðum hlaupahraða. Það kom þetta líka rosalega vel að notum seinna.“ Vitleysinga-hlaupadraumur Jónsi segist hafa samið textann þegar hann snéri hugmyndinni um svefn yfir í hlaup og að sögupersónan myndi vakna þegar hún hætti að hlaupa. „Þetta var allt mjög djúpt. Mig hefur samt bara örugglega dreymt einhvern svona vitleysinga-hlaupadraum og mér fannst allt í lagi að fara nú ekki að leita að textahugmyndum út fyrir endimörk alheimsins þegar mann dreymir á annað borð svona bull." Svörtfötungar þekktir fyrir að kalla ekki allt ömmu sína „Á þessum tímum gerðum við Í Svörtum Fötum ansi mörg myndbönd við lögin okkar og þar fengum við til liðs við okkur ýmis framleiðslufyrirtæki sem hjálpuðu til með söguþræði, staðsetningar myndbanda, leikmuni, tæknimál, ljós og alls konar annað. Á þessum tíma vorum við búnir að prófa ýmislegt í myndböndum og vorum að leita að nýstárlegum hugmyndum,“ rifjar Jónsi upp. Jónai lýsir því að á hugmyndafundinum fyrir „Meðan ég sef“ hafi leikstjóri leikstjóri verkefnisins minnst á hlaupahraðann í takti lagsins. Sagðist hann vera með hugmynd að myndbandi sem væri líklega svolítið erfitt í framkvæmd en líka eitthvað sem hefði aldrei verið gert áður. „Hann vildi bjóða okkur hugmyndina því við Svartfötungar vorum nú þekktir fyrir að kalla ekki allt hana ömmu okkar. Hann benti á að einn okkar þyrfti að hlaupa allt myndbandið og „líklega væri ég sá eini sem gæti gert þetta á landinu“ eins og hann orðaði það. Um leið fannst mér þetta alveg frábær hugmynd. Eftir á að hyggja held ég að þessi leikstjóri hafi geta selt mér emúa sem gæludýr. Vinnsla hugmyndarinnar var nokkuð auðveld. Ég myndi bara hlaupa eins og vitleysingur um alla borgina og við og við myndum við rekast á hina meðlimina í kómískum aðstæðum.“ Ég man að við öskurhlógum við þessar karaktertökur strákanna og þeir eru svo miklir húmoristar að þetta var bara allt óborganlegt. Rúmfastur í tvo daga á eftir Hvað hlaupasenurnar varðar, þá segir Jónsi að þær hafi allar verið teknar á einum löngum tökudegi. Hann hafi verið beðinn um að hlaupa hratt, þetta ætti ekki að vera neitt skokk. „Mig minnir til dæmis að í bílastæðakjallaranum í Kringlunni hafi ég mælst á 16 km/klst í gegnum hálft lagið eða svo. Ég veit ekki hvort það sé mikið eða lítið en mér leið eins og ég þyrfti að kyngja vélindanu á mér eftir þá töku. Og undir lokin var ég orðinn ansi stirður því ég var alltaf að spretta og stoppa á milli. Mig minnir að fyrir seinustu tökurnar hafi ég varla komið mér út úr bíl sem skutlaði mér á seinasta tökustaðinn,“ segir Jónsi. Hann viðurkennir að næstu dagar hafi líka tekið ansi mikið á. „Þegar ég var búinn með allt þetta, þá var mér bara skilað heim og mig minnir að ég hafi bara verið rúmfastur af strengjum í tvo daga á eftir. Ef ég hefði ekki geta fengið verkjalyf og bólgueyðandi, þá hefði ég líklega ekki komist á klósettið.“ En útkoman var fádæma góð og Jónsi sér ekki eftir neinu. „Myndbandið var töff. Og lagið varð risastórt. Og ég myndi gera þetta allt aftur, ef það væri í boði,“ sagði okkar eini sanni Jónsi Í svörtum fötum. Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Mest mæðir þó á söngvara sveitarinnar, honum Jónsa, sem sést í gegnum allt myndbandið hlaupa viðstöðulaust. Kallinn er í fínu formi eins og endranær og blæs ekki úr nös þrátt fyrir að hlaupa í gegnum alla borgina. Í samtali við Vísi segir Jónsi frá því hvernig hugmyndin að myndbandinu kviknaði. „Við hljómsveitarmeðlimirnir ákváðum að hafa textaþema á plötunni sem endurspeglaðist í þessu titillagi plötunnar – „Meðan ég sef“. Öll lögin fjölluðu því um nóttina eða svefninn á einn eða annan hátt. Þegar ég samdi „Meðan ég sef“, sá ég fyrir mér mjög ákveðinn four-on-the-floor takt, nokkurs konar diskótakt með sterkum áherslum milli slaga í taktinum. Það orsakaði að lagið, sem fjallaði um svefn, var með takti á góðum hlaupahraða. Það kom þetta líka rosalega vel að notum seinna.“ Vitleysinga-hlaupadraumur Jónsi segist hafa samið textann þegar hann snéri hugmyndinni um svefn yfir í hlaup og að sögupersónan myndi vakna þegar hún hætti að hlaupa. „Þetta var allt mjög djúpt. Mig hefur samt bara örugglega dreymt einhvern svona vitleysinga-hlaupadraum og mér fannst allt í lagi að fara nú ekki að leita að textahugmyndum út fyrir endimörk alheimsins þegar mann dreymir á annað borð svona bull." Svörtfötungar þekktir fyrir að kalla ekki allt ömmu sína „Á þessum tímum gerðum við Í Svörtum Fötum ansi mörg myndbönd við lögin okkar og þar fengum við til liðs við okkur ýmis framleiðslufyrirtæki sem hjálpuðu til með söguþræði, staðsetningar myndbanda, leikmuni, tæknimál, ljós og alls konar annað. Á þessum tíma vorum við búnir að prófa ýmislegt í myndböndum og vorum að leita að nýstárlegum hugmyndum,“ rifjar Jónsi upp. Jónai lýsir því að á hugmyndafundinum fyrir „Meðan ég sef“ hafi leikstjóri leikstjóri verkefnisins minnst á hlaupahraðann í takti lagsins. Sagðist hann vera með hugmynd að myndbandi sem væri líklega svolítið erfitt í framkvæmd en líka eitthvað sem hefði aldrei verið gert áður. „Hann vildi bjóða okkur hugmyndina því við Svartfötungar vorum nú þekktir fyrir að kalla ekki allt hana ömmu okkar. Hann benti á að einn okkar þyrfti að hlaupa allt myndbandið og „líklega væri ég sá eini sem gæti gert þetta á landinu“ eins og hann orðaði það. Um leið fannst mér þetta alveg frábær hugmynd. Eftir á að hyggja held ég að þessi leikstjóri hafi geta selt mér emúa sem gæludýr. Vinnsla hugmyndarinnar var nokkuð auðveld. Ég myndi bara hlaupa eins og vitleysingur um alla borgina og við og við myndum við rekast á hina meðlimina í kómískum aðstæðum.“ Ég man að við öskurhlógum við þessar karaktertökur strákanna og þeir eru svo miklir húmoristar að þetta var bara allt óborganlegt. Rúmfastur í tvo daga á eftir Hvað hlaupasenurnar varðar, þá segir Jónsi að þær hafi allar verið teknar á einum löngum tökudegi. Hann hafi verið beðinn um að hlaupa hratt, þetta ætti ekki að vera neitt skokk. „Mig minnir til dæmis að í bílastæðakjallaranum í Kringlunni hafi ég mælst á 16 km/klst í gegnum hálft lagið eða svo. Ég veit ekki hvort það sé mikið eða lítið en mér leið eins og ég þyrfti að kyngja vélindanu á mér eftir þá töku. Og undir lokin var ég orðinn ansi stirður því ég var alltaf að spretta og stoppa á milli. Mig minnir að fyrir seinustu tökurnar hafi ég varla komið mér út úr bíl sem skutlaði mér á seinasta tökustaðinn,“ segir Jónsi. Hann viðurkennir að næstu dagar hafi líka tekið ansi mikið á. „Þegar ég var búinn með allt þetta, þá var mér bara skilað heim og mig minnir að ég hafi bara verið rúmfastur af strengjum í tvo daga á eftir. Ef ég hefði ekki geta fengið verkjalyf og bólgueyðandi, þá hefði ég líklega ekki komist á klósettið.“ En útkoman var fádæma góð og Jónsi sér ekki eftir neinu. „Myndbandið var töff. Og lagið varð risastórt. Og ég myndi gera þetta allt aftur, ef það væri í boði,“ sagði okkar eini sanni Jónsi Í svörtum fötum.
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira