Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2022 13:30 Harpa Sif átti magnaða ferð út til Sri Lanka. Mynd/egill Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. Þetta er þriðji þátturinn í sögu hennar en Harpa flaug út til Sri Lanka í síðasta þætti og fékk bróður sinn, Ívar Hlyn Ingason, með í för en hann var einnig ættleiddur frá Sri Lanka á sínum tíma. Ef þú hefur ekki séð þáttinn frá því á sunnudaginn ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Ákveðið var að freista þess að finna foreldra Ívars einnig, en hann og Harpa eru ekki blóðskyld. Ýmislegt benti til þess að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ívars hafi ekki allar verið réttar. Reynt var að auglýsa í blöðum eftir foreldrum hans, en fæðing hans var samviskusamlega skráð á Castle Street sjúkrahúsinu í Colombo - með sömu upplýsingum og eru á bæði fæðingarvottorði hans og í skjölunum. Sigrún Ósk fór með Ívari út um allt í Colombo í leit þeirra að upplýsingum í þættinum. Eftir að hafa hringsólað um hverfi um stund komst teymið að því að húsnúmerið sem var skráð á sjúkrahúsinu reynist heldur ekki til. En það var ákveðið að fara í næstu hús og spyrja hvort fólk kannaðist við nöfnin á foreldrum Ívars. Enn eitt dæmið um fölsuð gögn Í ljós kom að í næsta nágrenni bjó kona að nafni Chandrakanthi, líkt og móðir Ívars. Hjón sem búa í götunni buðust til að fara þangað með leitarhópinn. Hjálpsemi Sri Lankabúa var engu lík eins og kom fram í þættinum á sunnudaginn. Jafnvel fólk sem var nýkomið úr hjartaaðgerð stökk til þegar það vantaði aðstoð. Eftir mikla leit og gönguferðir fengu þau töluvert af vísbendingum. En enginn fannst. Í ljós kom að allar líkur væru á því að Ívar sé enn eitt dæmið um barn sem var ættleitt í gegnum barnamangara með fölsuð skjöl. Auri, sem hefur lengi vel aðstoðað Sigrúnu Ósk, hafði verið búin að eltast við vísbendingar í málinu mánuðum saman og lenti sífellt í öngstræti. Að þá að Hörpu sem fór daginn eftir í bæinn Ratnapura í Sri Lanka, til fundar við föður sinn. Gunadasa, faðir Hörpu er giftur og á tvo syni, en fjölskylda hans mátti alls ekki fá fréttir af þessari nýfundnu dóttur hans á Íslandi. Harpa fékk samt sem áður að hitta föður sinn sem var einstaklega fallegt augnablik. Harpa er frumburður Gunadasa og einkadóttir hans, en hann sagði frá því að synir hans séu 25 og 27 ára. Harpa með föður sínum. mynd/egill Daginn eftir var síðan komið að því að hitta móður Hörpu, Chöndru Malini, og tvær af þremur systrum hennar. Móðir Hörpu býr inni í frumskógi og þurfti hópurinn að ganga töluvert með birgðir í steikjandi hitanum til að komast að áfangastaðnum. Eftir mjög erfitt ferðalag fótgangandi sér hópurinn konu og átta þau sig á því að þarna stóð Chandra Malini, móðir Hörpu, og fóru tilfinningar Hörpu alveg með hana um leið og hún tók utan um móður sína. Harpa fékk einnig að hitta systur sínar tvær og naut hópurinn samverunnar saman í leirkofa inni í miðjum frumskógi. Einstaklega fallegur dagur hjá fjölskyldunni saman í Sri Lanka. Chandra leiðir Hörpu áfram að heimili sínu og þar bíða systur hennar tvær. Dagurinn leið og þegar kom að kveðjustund mátti greinilega sjá að það tók heldur betur á alla. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Ívar hefur aftur á móti ekki gefist upp á leitinni og í nóvember fór hann út til Hollands og hitti þar ættingja sinn sem hann fann í gegnum DNA gagnagrunn. Leitin að upprunanum Srí Lanka Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þetta er þriðji þátturinn í sögu hennar en Harpa flaug út til Sri Lanka í síðasta þætti og fékk bróður sinn, Ívar Hlyn Ingason, með í för en hann var einnig ættleiddur frá Sri Lanka á sínum tíma. Ef þú hefur ekki séð þáttinn frá því á sunnudaginn ættir þú ekki að lesa meira. . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Ákveðið var að freista þess að finna foreldra Ívars einnig, en hann og Harpa eru ekki blóðskyld. Ýmislegt benti til þess að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ívars hafi ekki allar verið réttar. Reynt var að auglýsa í blöðum eftir foreldrum hans, en fæðing hans var samviskusamlega skráð á Castle Street sjúkrahúsinu í Colombo - með sömu upplýsingum og eru á bæði fæðingarvottorði hans og í skjölunum. Sigrún Ósk fór með Ívari út um allt í Colombo í leit þeirra að upplýsingum í þættinum. Eftir að hafa hringsólað um hverfi um stund komst teymið að því að húsnúmerið sem var skráð á sjúkrahúsinu reynist heldur ekki til. En það var ákveðið að fara í næstu hús og spyrja hvort fólk kannaðist við nöfnin á foreldrum Ívars. Enn eitt dæmið um fölsuð gögn Í ljós kom að í næsta nágrenni bjó kona að nafni Chandrakanthi, líkt og móðir Ívars. Hjón sem búa í götunni buðust til að fara þangað með leitarhópinn. Hjálpsemi Sri Lankabúa var engu lík eins og kom fram í þættinum á sunnudaginn. Jafnvel fólk sem var nýkomið úr hjartaaðgerð stökk til þegar það vantaði aðstoð. Eftir mikla leit og gönguferðir fengu þau töluvert af vísbendingum. En enginn fannst. Í ljós kom að allar líkur væru á því að Ívar sé enn eitt dæmið um barn sem var ættleitt í gegnum barnamangara með fölsuð skjöl. Auri, sem hefur lengi vel aðstoðað Sigrúnu Ósk, hafði verið búin að eltast við vísbendingar í málinu mánuðum saman og lenti sífellt í öngstræti. Að þá að Hörpu sem fór daginn eftir í bæinn Ratnapura í Sri Lanka, til fundar við föður sinn. Gunadasa, faðir Hörpu er giftur og á tvo syni, en fjölskylda hans mátti alls ekki fá fréttir af þessari nýfundnu dóttur hans á Íslandi. Harpa fékk samt sem áður að hitta föður sinn sem var einstaklega fallegt augnablik. Harpa er frumburður Gunadasa og einkadóttir hans, en hann sagði frá því að synir hans séu 25 og 27 ára. Harpa með föður sínum. mynd/egill Daginn eftir var síðan komið að því að hitta móður Hörpu, Chöndru Malini, og tvær af þremur systrum hennar. Móðir Hörpu býr inni í frumskógi og þurfti hópurinn að ganga töluvert með birgðir í steikjandi hitanum til að komast að áfangastaðnum. Eftir mjög erfitt ferðalag fótgangandi sér hópurinn konu og átta þau sig á því að þarna stóð Chandra Malini, móðir Hörpu, og fóru tilfinningar Hörpu alveg með hana um leið og hún tók utan um móður sína. Harpa fékk einnig að hitta systur sínar tvær og naut hópurinn samverunnar saman í leirkofa inni í miðjum frumskógi. Einstaklega fallegur dagur hjá fjölskyldunni saman í Sri Lanka. Chandra leiðir Hörpu áfram að heimili sínu og þar bíða systur hennar tvær. Dagurinn leið og þegar kom að kveðjustund mátti greinilega sjá að það tók heldur betur á alla. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Ívar hefur aftur á móti ekki gefist upp á leitinni og í nóvember fór hann út til Hollands og hitti þar ættingja sinn sem hann fann í gegnum DNA gagnagrunn.
Leitin að upprunanum Srí Lanka Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira