Jól

Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sara Dís og Þorvaldur Davíð voru átrúnaðargoð fjölmargra barna þegar stórsmellurinn Skólarapp kom út
Sara Dís og Þorvaldur Davíð voru átrúnaðargoð fjölmargra barna þegar stórsmellurinn Skólarapp kom út

Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp.

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari og Sara Dís Hjaltested sungu lagið inn á plötuna Barnabros 2 árið 1995, þegar þau voru sjálf í grunnskóla. Lagið sló strax í gegn og hefur verið vinsælt allar götur síðan.

Árið 2017 var lagið endurútgefið í tilefni af degi rauða nefsins, þar sem upprunalegu flytjendurnir, Þorvaldur og Sara Dís komu fram ásamt helstu röppurum landsins. Fínasta útgáfa en á þó ekkert í þá upprunalegu að okkar mati. Gamla góða klassíkin er jú alltaf best.

Landslið rappara kom saman að endurútgáfu lagsins árið 2017.







×