Jóladagatal Vísis: Klassísk íslensk rómantík undir ljúfum tónum Nylon stúlkna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2022 07:00 Hljómsveitin Nylon. Í stressinu og hraðanum í desember er nauðsynlegt að gefa sér tíma inn á milli til að setjast niður, kveikja á kertum, láta ljúfa tóna á fóninn og slaka á. Lag dagsins í dag, 6. desember er einmitt hugsað fyrir slíka stemningu. Árið er 2004 var merkilegt ár fyrir margar sakir. Stúlknasveitin Nylon var á hápunkti frægðar sinnar þetta góða ár. Lagið Bara í nótt kom út og varð fljótt eitt vinsælasta lag landsins, enda hugljúft og fallegt. Myndbandið er sannarlega ekki síðra. Í byrjun myndbands sjást stúlkurnar í hljómsveitinni, Alma, Klara, Steinunn og Emilía mæta í Þjóðleikhúsið og fylgst er með þeim mála sig og klæða fyrir tónleika. Engu er til sparað og eru þær allar stórglæsilegar. Sýnt er frá tónleikunum í myndbandinu og lítil ástarsaga fléttuð inn í. Þar sjást tónleikagestir, ung kona og maður, gefa hvort öðru auga og virðast lítast ansi vel á hvort annað. Kvöldið líður og nokkrir drykkir renna ljúft niður eins og gengur og gerist. Í lok myndbandsins sést unga fólkið svo stinga sér saman inn í leigubíl undir ljúfum tónum Nylon stúlkna, „bara í nótt, bara við tvö.“ Klassísk, íslensk rómantík eins og hún gerist best. Lag dagsins er Bara í nótt með Nylon. Tónlist Jóladagatal Vísis Mest lesið Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Jólamúffur Svandísar: Lærði að baka á Instagram Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Úti er alltaf að snjóa Jól Jólaauglýsing John Lewis lætur engan ósnortinn Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jóladagatal - 6. desember - Jólamynd í ramma Jól
Árið er 2004 var merkilegt ár fyrir margar sakir. Stúlknasveitin Nylon var á hápunkti frægðar sinnar þetta góða ár. Lagið Bara í nótt kom út og varð fljótt eitt vinsælasta lag landsins, enda hugljúft og fallegt. Myndbandið er sannarlega ekki síðra. Í byrjun myndbands sjást stúlkurnar í hljómsveitinni, Alma, Klara, Steinunn og Emilía mæta í Þjóðleikhúsið og fylgst er með þeim mála sig og klæða fyrir tónleika. Engu er til sparað og eru þær allar stórglæsilegar. Sýnt er frá tónleikunum í myndbandinu og lítil ástarsaga fléttuð inn í. Þar sjást tónleikagestir, ung kona og maður, gefa hvort öðru auga og virðast lítast ansi vel á hvort annað. Kvöldið líður og nokkrir drykkir renna ljúft niður eins og gengur og gerist. Í lok myndbandsins sést unga fólkið svo stinga sér saman inn í leigubíl undir ljúfum tónum Nylon stúlkna, „bara í nótt, bara við tvö.“ Klassísk, íslensk rómantík eins og hún gerist best. Lag dagsins er Bara í nótt með Nylon.
Tónlist Jóladagatal Vísis Mest lesið Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu Jól Jólamúffur Svandísar: Lærði að baka á Instagram Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Úti er alltaf að snjóa Jól Jólaauglýsing John Lewis lætur engan ósnortinn Jól Jólakveðjum rignir yfir Má Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jóladagatal - 6. desember - Jólamynd í ramma Jól