Allee lék á als oddi í Anubis Snorri Rafn Hallsson skrifar 2. desember 2022 15:01 Anubis kortið er nýkomið inn í atvinnuleikinn í CS:GO og voru lið Ármanns og Viðstöðu þau fyrstu til að keppa í því í Ljósleiðaradeildinni. Lið Ármanns hafði betur í hnífalotunni. Fjórföld fella frá Hundza tryggði Ármanni réttinn á að velja sér hlið í fyrri hálfleik og kaus liðið að byrja í sókn. Í fyrstu tveimur lotunum tókst Viðstöðu að aftengja sprengjuna en Ármann komst fljótlega upp á lagið með að komast í gegnum vörnina og vinna sex lotur í röð. Lykillinn var að ná að fella leikmenn Viðstöðu snemma í lotunum og hreinsa síðan upp. Upp úr miðjum hálfleik var lið Viðstöðu þó farið að læra betur á kortið og krækti í fimm af síðustu sjö lotunum. Staðan í hálfleik: Ármann 8 – 7 Viðstöðu Í síðari hálfleik var komið að Ármanni að aftengja sprengjuna í skammbyssulotunni og Viðstöðu að leggja upp í langa runu. Mozar7 og Allee skiptu vappahlutverkinu bróðurlega á milli sín sem skilaði sér í fjölmörgum fellum og greiðri leið um kortið. Þannig komst lið Viðstöðu í stöðuna 12–9. Ármann sneri þá vörn í sókn, jafnaði og komst aftur yfir með því að nýta sér hver einustu mistök sem lið viðstöðu gerði og var það Ofvirkur á vappanum sem lék stórt hlutverk í því. Viðstöðumenn réttu þó úr kútnum undir lokin og innsiglaði Allee sigurinn í 30. lotu með þrefaldri fellu á vappanum. Lokastaða: Ármann 14 – 16 Viðstöðu Næstu leikir liðanna: Viðstöðu – Dusty, þriðjudaginn 6/12, kl. 19:30 Ármann – Breiðablik, fimmtudaginn 8/12, kl. 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Ármann Tengdar fréttir DOM og félagar felldu ísbjörninn Síðari hluti 9. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst á leik Ármanna og SAGA í gærkvöldi. 11. nóvember 2022 14:01 Goa7er leiddi LAVA til sigurs Lið Viðstöðu og LAVA mættust í Inferno kortinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 9. nóvember 2022 16:01
Anubis kortið er nýkomið inn í atvinnuleikinn í CS:GO og voru lið Ármanns og Viðstöðu þau fyrstu til að keppa í því í Ljósleiðaradeildinni. Lið Ármanns hafði betur í hnífalotunni. Fjórföld fella frá Hundza tryggði Ármanni réttinn á að velja sér hlið í fyrri hálfleik og kaus liðið að byrja í sókn. Í fyrstu tveimur lotunum tókst Viðstöðu að aftengja sprengjuna en Ármann komst fljótlega upp á lagið með að komast í gegnum vörnina og vinna sex lotur í röð. Lykillinn var að ná að fella leikmenn Viðstöðu snemma í lotunum og hreinsa síðan upp. Upp úr miðjum hálfleik var lið Viðstöðu þó farið að læra betur á kortið og krækti í fimm af síðustu sjö lotunum. Staðan í hálfleik: Ármann 8 – 7 Viðstöðu Í síðari hálfleik var komið að Ármanni að aftengja sprengjuna í skammbyssulotunni og Viðstöðu að leggja upp í langa runu. Mozar7 og Allee skiptu vappahlutverkinu bróðurlega á milli sín sem skilaði sér í fjölmörgum fellum og greiðri leið um kortið. Þannig komst lið Viðstöðu í stöðuna 12–9. Ármann sneri þá vörn í sókn, jafnaði og komst aftur yfir með því að nýta sér hver einustu mistök sem lið viðstöðu gerði og var það Ofvirkur á vappanum sem lék stórt hlutverk í því. Viðstöðumenn réttu þó úr kútnum undir lokin og innsiglaði Allee sigurinn í 30. lotu með þrefaldri fellu á vappanum. Lokastaða: Ármann 14 – 16 Viðstöðu Næstu leikir liðanna: Viðstöðu – Dusty, þriðjudaginn 6/12, kl. 19:30 Ármann – Breiðablik, fimmtudaginn 8/12, kl. 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Ármann Tengdar fréttir DOM og félagar felldu ísbjörninn Síðari hluti 9. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst á leik Ármanna og SAGA í gærkvöldi. 11. nóvember 2022 14:01 Goa7er leiddi LAVA til sigurs Lið Viðstöðu og LAVA mættust í Inferno kortinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 9. nóvember 2022 16:01
DOM og félagar felldu ísbjörninn Síðari hluti 9. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hófst á leik Ármanna og SAGA í gærkvöldi. 11. nóvember 2022 14:01
Goa7er leiddi LAVA til sigurs Lið Viðstöðu og LAVA mættust í Inferno kortinu í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöldi. 9. nóvember 2022 16:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti