Enski boltinn

Konungsfjölskyldan í Katar hefur ekki áhuga á að kaupa Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool gætu fengið nýja eigendur.
Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool gætu fengið nýja eigendur. EPA-EFE/PETER POWELL

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er til sölu og erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um áhuga ríku olíukónganna á Arabíuskaganum á félaginu.

Í þeim hópi átti meðal annars að vera Konungsfjölskyldan í Katar en það er ekki rétt.

Konungsfjölskyldan í Katar segist ekki hafa áhuga á því að kaupa Liverpool samkvæmt heimildum ESPN.

Fjárfestingafélagið Fenway Sports Group eignaðist Liverpool fyrir þrjú hundruð milljónir punda fyrir tólf árum síðan en nú vonast FSG til að fá meira fyrir félagið en þegar Chelsea var selt fyrir 2,5 milljarða punda.

Konungsfjölskyldan í Katar á þegar franska stórliðið Paris Saint Germain og ætlar að einbeita sér að rekstri þess.

Samkvæmt reglum UEFA þá geta tvö Meistaradeildarfélög ekki verið undir stjórn sömu aðila.

QSI tók yfir Parísarliðið árið 2011 og er núna að reyna að kaupa Parc des Princes leikvanginn frá borgaryfirvöldum í París.

Fjárfestingarsjóður Kataríkis greiddi 50 milljónir evra fyrir PSG fyrir ellefu árum en félagið er nú fjögurra milljón evra virði. Félagið hefur unnið franska meistaratitilinn átta sinnum eftir að Katarbúar eignuðust félagið en á enn eftir að vinna Meistaradeildina eftirsóttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×