Væntingarnar fyrir kvöldinu voru miklar en Afturelding og KR, liðin í úrslitum, hafa farið á kostum í keppninni til þessa. Líklega fáir sem andmæla því að tvö sterkustu liðin hafi komist í úrslit.
KR-ingarnir Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi voru sem fyrr kokhraustir og fóru betur af stað. KR-ingar hafa ekki farið leynt sjálfstraus sitt í keppninni til þessa.
Dóri DNA og Steindi Jr. mættu kokhreysti Vesturbæinga af krafti. Bæði í máli sínu, þar sem þeir fóru á tíðum mikinn, og svo í keppninni. Þeir voru lengi undir en gáfust aldrei upp.
Þeir sem hafa ekki séð úrslitaþáttinn, sem var mjög spennandi, geta nálgast hann í frelsinu eða á Stöð 2 plús. Þeir sem vilja sjá og vita meira, þið haldið áfram lestrinum.
....
KR-ingar fóru betur af stað og höfðu frumkvæðið lengi vel. Þau Aron Kristinn og Nadine Guðrún fengu nokkrar spurningar til að tryggja sér sigurinn. Í einni þeirra þurftu þau að nefna mest spiluðu lög Frikka Dór á Spotify. Þá gerðist hið ótrúlega. Vesturbæingarnir hreinlega frusu.
Dóri og Steindi, hvattir af Mosfellingum í salnum, gengu á lagið og náðu að jafna í næst síðustu spurning. Þá var komið að úrslitaspurningunni og úrslitin réðust, eins og sjá má að neðan.
Já, Mosfellingar fögnuðu sem óðir væru. Afturelding er sigurvegari þriðju þáttaraðar Kviss.