Enski boltinn

Al­gjört klúður Totten­ham: Aug­lýstu sýningu á undan­úr­slita­leik Eng­lands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane svekkir sig á vítaklúðrinu í átta liða úrslitunum á meðan Frakkarnir fagna.
Harry Kane svekkir sig á vítaklúðrinu í átta liða úrslitunum á meðan Frakkarnir fagna. AP/Hassan Ammar

Tottenham leikmaður klúðraði ekki bara vítaspyrnu á úrslitastund sem eyðilagði HM-draum Englendinga í Katar heldur bauð félagið einnig upp á vandræðalegt klúður í kjölfar leiksins.

Tottenham voru svo vissir um sigur enska landsliðsins á móti Frökkum í átta liða úrslitum HM á laugardagskvöldið að sendu tölvupóst þar sem kom fram að þeir ætluðu að sýna undanúrslitaleik enska landsliðsins beint á Tottenham leikvanginum.

Enska landsliðið tapaði 2-1 á móti Frökkum á laugardagskvöldið og er því úr leik á HM. Tottenham maðurinn Harry Kane klúðraði leiknum með því að skjóta yfir úr vítaspyrnu á lokakafla leiksins þegar hann jafnað metin í 2-2.

Í marki Frakka stóð Hugo Lloris, annar leikmaður Tottenham. Lloris og félagar í franska landsliðinu mæta Marokkó í seinni undanúrslitaleiknum á miðvikudagskvöldið.

Stuttu eftir tapleik Englendinga á móti Frökkum þá sendi Tottenham stuðningsmönnum félagsins tölvupóst það sem þeim var boðið að horfa á undanúrslitaleik enska landsliðsins í beinni útsendingu á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum.

Enskir blaðamenn komust yfir þennan tölvupóst en auðvitað verður enska landsliðið hvergi sjáanlegt á Al Bayt leikvanginum á miðvikudagskvöldið þegar Frakkar spila við Marokkó um sæti í úrslitaleik HM.

„Upplifið spennuna og dramatíkina í undanúrslitaleik HM á Tottenham Hotspur Stadium. Sæti í úrslitaleiknum er í boði þegar enska landsliðið mætir til leiks miðvikudaginn 14. desember. Geta strákarnir hans Gareth Southgate komist í fyrsta úrslitlaiekinn á HM síðan 1966?,“ stóð meðal annars í tölvupóstinum.

Augljóslega er um mistök að ræða sem urðu enn kjánalegri af því að að það var Tottenham leikmaður sem klúðraði þessu fyrir enska landsliðið.

Þótt að Tottenham maðurinn Hugo Lloris standi í marki franska landsliðsins í þessum leik þá eru litlar sem engar líkur að stuðningsmenn Tottenham myndi mæta til að horfa á leikinn á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×