Schumacher verður liðsfélagi Hamiltons Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 16:01 Hamilton og Schumacher ræða málin. Peter Fox/Getty Images Ökuþórinn Mick Schumacher hefur samið við Mercedes um að aka með liðinu á næstu leiktíð í Formúlu 1. Hann átti strembið ár hjá Haas í fyrra. Schumacher er sonur goðsagnarinnar Michaels Schumacher sem er sigursælastur í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla. Tvo vann hann með Benetton árin 1994 og 1995 og fimm með Ferrari árin 2000 til 2004. Bretinn Lewis Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, jafnaði það met með sjöunda titli sínum árið 2020. Hann hefur síðan þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Hollendingsins Max Verstappen á Red Bull síðustu tvö ár. Hamilton freistar þess að slá met Schumachers og mun nú njóta liðssinnis sonar hans við verkið. Bretarnir Hamilton og George Russell verða áfram aðalökumenn Mercedes en Schumacher er ráðinn inn sem varabílstjóri. Schumacher mun því keppa fyrir Mercedes ef annar Bretanna forfallast vegna meiðsla eða annars. Willkommen, Mick. Say hello to our 2023 Reserve Driver, @SchumacherMick. pic.twitter.com/iQWLhIE7Pr— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) December 15, 2022 Mercedes-liðið átti vonbrigðatímabil á þessu ári og tókst illa á við veigamiklar breytingar sem gera þurfti á bílum í Formúlunni fyrir nýafstaðna leiktíð. Liðinu óx þó ásmegin og Russell fagnaði sigri í næst síðustu keppni vetrarins í Brasilíu og Hamilton varð þar annar. Mercedes lenti í þriðja sæti í keppni ökusmiðja með 515 stig, 39 stigum á eftir Ferrari sem var í öðru með 554 stig og langt frá Red Bull sem vann yfirburðasigur með 759 stig. Russell varð fjórði í keppni ökuþóra en Hamilton sjötti. Schumacher var að ljúka sínu öðru tímabili í Formúlu 1 en olli vonbrigðum hjá liði Haas, sem samdi við hann eftir að hann fagnaði sigri í Formúlu 2 árið 2020. Þar fetaði hann í fótspor verðandi liðsfélaga síns, George Russell, sem vann Formúlu 2 árið 2018. Schumacher fór stigalaus í gegnum tímabilið 2021 en í ár fékk hann tólf stig og varð sextándi í keppni ökuþóra. Það þótti ófullnægjandi árangur og hann því látinn fara frá Haas í lok tímabils. Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Schumacher er sonur goðsagnarinnar Michaels Schumacher sem er sigursælastur í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla. Tvo vann hann með Benetton árin 1994 og 1995 og fimm með Ferrari árin 2000 til 2004. Bretinn Lewis Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, jafnaði það met með sjöunda titli sínum árið 2020. Hann hefur síðan þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Hollendingsins Max Verstappen á Red Bull síðustu tvö ár. Hamilton freistar þess að slá met Schumachers og mun nú njóta liðssinnis sonar hans við verkið. Bretarnir Hamilton og George Russell verða áfram aðalökumenn Mercedes en Schumacher er ráðinn inn sem varabílstjóri. Schumacher mun því keppa fyrir Mercedes ef annar Bretanna forfallast vegna meiðsla eða annars. Willkommen, Mick. Say hello to our 2023 Reserve Driver, @SchumacherMick. pic.twitter.com/iQWLhIE7Pr— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) December 15, 2022 Mercedes-liðið átti vonbrigðatímabil á þessu ári og tókst illa á við veigamiklar breytingar sem gera þurfti á bílum í Formúlunni fyrir nýafstaðna leiktíð. Liðinu óx þó ásmegin og Russell fagnaði sigri í næst síðustu keppni vetrarins í Brasilíu og Hamilton varð þar annar. Mercedes lenti í þriðja sæti í keppni ökusmiðja með 515 stig, 39 stigum á eftir Ferrari sem var í öðru með 554 stig og langt frá Red Bull sem vann yfirburðasigur með 759 stig. Russell varð fjórði í keppni ökuþóra en Hamilton sjötti. Schumacher var að ljúka sínu öðru tímabili í Formúlu 1 en olli vonbrigðum hjá liði Haas, sem samdi við hann eftir að hann fagnaði sigri í Formúlu 2 árið 2020. Þar fetaði hann í fótspor verðandi liðsfélaga síns, George Russell, sem vann Formúlu 2 árið 2018. Schumacher fór stigalaus í gegnum tímabilið 2021 en í ár fékk hann tólf stig og varð sextándi í keppni ökuþóra. Það þótti ófullnægjandi árangur og hann því látinn fara frá Haas í lok tímabils.
Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira