Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 07:01 Mugison á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð. Vísir/Rakel Rún Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Í samtali við kynni kvöldsins, Völu Eiríks, sagði Mugison söguna á bak við gítarinn sinn, sem var orðinn ansi sjúskaður að sjá. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna. Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“ Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. „Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“ Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður heldur var stefnan tekin rakleiðis á gítarverslun. Lag dagsins er Kletturinn með Mugison Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Nágrannar skála á torginu Jól Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Þórálfur er fjórtánda jólavættin í borginni Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Jól Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól
Í samtali við kynni kvöldsins, Völu Eiríks, sagði Mugison söguna á bak við gítarinn sinn, sem var orðinn ansi sjúskaður að sjá. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna. Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“ Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. „Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“ Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður heldur var stefnan tekin rakleiðis á gítarverslun. Lag dagsins er Kletturinn með Mugison
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Nágrannar skála á torginu Jól Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Jól Þórálfur er fjórtánda jólavættin í borginni Jól Vegan mest viðeigandi á jólum Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Jól Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól