Lífið

Þóttist hafa gleymt að mæta í Vikuna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno. Vísir/Vilhelm

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, gerði Gísla Marteini Baldvinssyni, þáttastjórnanda Vikunnar á RÚV grikk á föstudaginn var þegar hann þóttist hafa gleymt því að mæta í sett til hans í spjallþáttinn.

„Er þetta í kvöld?“ spurði Haraldur og lét sem hann væri ekki með á nótunum. „Haha! Já! Kemstu?“ svaraði Gísli Marteinn rétt áður en þáttur átti að hefjast. Raunin var hins vegar sú að Haraldur sat inni í förðunarherbergi skælbrosandi og klár í að mæta í þáttinn.

Gísli Marteinn segir frá þessu á Twitter:

„Halli lét mig fá vægt hjartaáfall þegar var bókstaflega korter í þátt í kvöld. Ég var stressaður að stússast þegar ég fékk skilaboðin. Fór strax að gera ráðstafanir og skildi ekki hvernig hann gæti hafa misskilið samskipti okkar. En hann semsagt sat inni í sminki skælbrosandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.