Staðfestir umdeildar breytingar sem hækka lífeyrisréttindi elstu hópa mest
![Hrein raunávöxtun Gildis, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, var neikvæð um 10,2 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins en eignir sjóðsins nema um 920 milljörðum.](https://www.visir.is/i/03D6CC73185A7CA7EAF37156427D0F3A6DBB7AD3C3D06092BB5FD52404FDE962_713x0.jpg)
Breytingar á samþykktum Gildis um áunnin lífeyrisréttindi, sem hækka mest hjá þeim elstir eru, hafa verið staðfestar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu en þær byggja á nýjum forsendum um lengri lífaldur sem hefur aukið skuldbindingar sjóðsins. Þannig hækka áunnin réttindi 67 ára og eldri auk örorku- og makalífeyrisþega frá áramótum um 10,5 prósent borið saman við aðeins rúmlega eitt prósent hjá yngstu árgöngum. Tryggingastærðfræðingur hafði áður skorað á ráðuneytið að synja lífeyrissjóðum staðfestingu á því sem hann kallaði „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sem bryti „gróflega á eignarétti yngri sjóðfélaga.“
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/54181300530B44195B23FED0A3100D17CDB51AAFA7E1088798E1021F2C9BB2C3_308x200.jpg)
Lengri lífaldur setur mark sitt á skuldbindingar lífeyrissjóða
Ársskýrslur lífeyrissjóða bera þess merki að nýjar forsendur um lengri lífaldur hafi skapað aukið ójafnvægi milli áfallinna skuldbindinga og framtíðarskuldbindinga. Sumir lífeyrissjóðir hafa brugðið á það ráð að lækka áunnin réttindi yngri sjóðfélaga meira heldur þeirra sem eldri eru en ekki er einhugur um að það sé sanngjörn leið til að bregðast við ójafnvæginu.
![](https://www.visir.is/i/0D180844AA061AEB107A7A87C1406B8978BD7DD5F73FDD86AB2E35EF2A09F777_308x200.jpg)
Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar
Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á.