Faðir Jude Bellingham sagður vilja sjá strákinn sinn í Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2023 09:31 Jude Bellingham sést hér fagna í leik með enska landsliðinu á HM í Katar í desember. Getty/Richard Heathcote Nýjasta slúðrið í kringum enska landsliðsmanninn Jude Bellingham bendir til þess að Liverpool sé að missa af honum. Hinn nítján ára gamli miðjumaður er draumamaður fyrir miðjuna hjá Liverpool sem þarf nauðsynlega á liðstyrk sem fyrst. Rumour has it that Jude Bellingham's father wants him to transfer to Liverpool...Read the gossip #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2023 Bellingham hefur ekki aðeins spilað frábærlega með Dortmund heldur sýndi hann einnig þroska sinn og hæfileika á stærsta sviðinu með því að leika stórkostlega með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar. Dortmund ætlar að selja Bellingham, helst í sumar, en svo gæti einnig farið að hann fari í janúar sé eitthvað félag tilbúið að borga vel fyrir kappann. Erlendu blöðin velta því stanslaust fyrir sér hvar Bellingham muni enda en auk Liverpool eru stórlið Real Madrid og Manchester City einnig með í kapphlaupinu. | Jude Bellingham's father, Mark Bellingham, who acts as his closet advisor and has far more influence than any agent, wants the midfielder to sign for Liverpool in the summer, even though the player has had his head turned by both Real Madrid and Man City. [@footyinsider247] pic.twitter.com/am7Y5hpTp7— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 31, 2022 Nú síðast hafa verið upp vangaveltur að leikmaðurinn sjálfur sé spenntastur að fara til Real Madrid. Heimildir hjá Football Insider vefnum herma hins vegar að faðir Jude Bellingham vilji ekki sjá hann taka skrefið til Spánar heldur fara til Jürgen Klopp hjá Liverpool. Stuðningsmönnum Liverpool dreymir um að fá Bellingham en hækkandi verðmiði og þessi mikli áhugi hjá Real Madrid dregur vissulega úr líkum á því að hann endi á Anfield. Nú er bara að sjá hvort strákurinn sé tilbúinn að hlusta á pabba sinn og hvort Liverpool sé tilbúið að setja mikinn pening í þennan framtíðarleiðtoga sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í lok júní. Enski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Hinn nítján ára gamli miðjumaður er draumamaður fyrir miðjuna hjá Liverpool sem þarf nauðsynlega á liðstyrk sem fyrst. Rumour has it that Jude Bellingham's father wants him to transfer to Liverpool...Read the gossip #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2023 Bellingham hefur ekki aðeins spilað frábærlega með Dortmund heldur sýndi hann einnig þroska sinn og hæfileika á stærsta sviðinu með því að leika stórkostlega með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar. Dortmund ætlar að selja Bellingham, helst í sumar, en svo gæti einnig farið að hann fari í janúar sé eitthvað félag tilbúið að borga vel fyrir kappann. Erlendu blöðin velta því stanslaust fyrir sér hvar Bellingham muni enda en auk Liverpool eru stórlið Real Madrid og Manchester City einnig með í kapphlaupinu. | Jude Bellingham's father, Mark Bellingham, who acts as his closet advisor and has far more influence than any agent, wants the midfielder to sign for Liverpool in the summer, even though the player has had his head turned by both Real Madrid and Man City. [@footyinsider247] pic.twitter.com/am7Y5hpTp7— Anfield Edition (@AnfieldEdition) December 31, 2022 Nú síðast hafa verið upp vangaveltur að leikmaðurinn sjálfur sé spenntastur að fara til Real Madrid. Heimildir hjá Football Insider vefnum herma hins vegar að faðir Jude Bellingham vilji ekki sjá hann taka skrefið til Spánar heldur fara til Jürgen Klopp hjá Liverpool. Stuðningsmönnum Liverpool dreymir um að fá Bellingham en hækkandi verðmiði og þessi mikli áhugi hjá Real Madrid dregur vissulega úr líkum á því að hann endi á Anfield. Nú er bara að sjá hvort strákurinn sé tilbúinn að hlusta á pabba sinn og hvort Liverpool sé tilbúið að setja mikinn pening í þennan framtíðarleiðtoga sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í lok júní.
Enski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira