Enski boltinn

Framherjar Liverpool hafa klúðrað fleiri dauða­færum en allir aðrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah klúðrar hér dauðafæri í leiknum á móti Brentford í gær.
Mohamed Salah klúðrar hér dauðafæri í leiknum á móti Brentford í gær. AP/Ian Walton

Liverpool tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 tap á móti Brentford á útivelli. Enn á ný náðu Liverpool menn ekki að nýta sér yfirburði út á vellinum og var síðan refsað fyrir mistök hinum megin á vellinum.

Eftir leikinn var vakinn athygli á þeirri staðreynd að enginn leikmaður hefur klúðrar fleiri dauðafærum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en Úrúgvæmaðurinn Darwin Nunez.

Það sem meira er að Mohamed Salah kemur síðan í öðru sæti á eftir Nunez.

Nunez hefur skorað fimm mörk í tólf deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur líka klúðrað sextán dauðafærum. Nunez hefur ekki skorað í fyrstu þremur leikjum sínum eftir HM í Katar þrátt fyrir að hafa spilað í 268 mínútur.

Salah er kominn með 7 mörk í 17 deildarleikjum en hann hefur einnig klúðrað tólf dauðafærum.

Ivan Toney hjá Brentford deilir öðru sætinu mðe Salah en í fjórða sæti er síðan Arsenal maðurinn Gabriel Jesus sem hefur farið illa með ellefu dauðafæri.

Norðmaðurinn Erling Haaland hjá Manchester City hefur vissulega klúðrað tíu dauðafærum en hann hefur líka skoað 21 mark í aðeins 15 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×