Enski boltinn

Fullkomnir síðan að þeir losuðu sig við Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford hefur verið frábær með Manchester United eftir að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir HM-hlé.
Marcus Rashford hefur verið frábær með Manchester United eftir að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir HM-hlé. Getty/James Gill

Cristiano Ronaldo var til mikilla vandræða á Old Trafford síðustu mánuðina sem leikmaður félagsins og það lítur út fyrir að liðið sé nú að blómstra án hans.

Manchester United og Ronaldo komust að samkomulagi um starfslok rétt fyrir heimsmeistaramótið í Katar og hann var því hvergi sjáanlegur þegar liðið kom aftur saman eftir HM-fríið.

Síðan að keppni hófst á ný þá hefur United liðið spilað fjóra leiki og unnið þá alla.

Ronaldo var oft gagnrýndur fyrir að sinna ekki varnarskyldu sinni og það sést kannski á varnartölfræði liðsins í þessum fjórum leikjum.

United hefur nefnilega en ekki fengið á sig mark síðan að þeir losnuðu við Ronaldo.

Markatala Manchester United í þessum fjórum leikum er 9-0.

Liðið hefur unnið þrjá deildarleiki á móti Nottingham Forest (3-0), Wolves (1-0) og Bournemouth (3-0) sem og deildarbikarleik á móti Burnley (2-0).

Marcus Rashford var einn af þeim leikmönnum sem fékk meiri ábyrgð þegar Ronaldo yfirgaf félagið og hann hefur svarað því með því að skora fjögur mörk í þessum leikjum þar af mark í öllum þremur deildarleikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×