Enski boltinn

Enginn stjóri vann fleiri leiki á árinu 2022 en Klopp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp að stýra liði Liverpool á móti Manchester City og Pep Guardiola.
Jürgen Klopp að stýra liði Liverpool á móti Manchester City og Pep Guardiola. AP/Jon Super

Það kemur kannski sumum á óvart hver var sá knattspyrnustjóri sem fagnaði flestum sigrum í öllum keppnum á árinu 2022 af þeim sem starfa í fimm bestu deildum Evrópu.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki aðeins efstur heldur var hann langefstur.

Undir stjórn þýska stjórans vann Liverpool liðið 43 leiki í öllum keppnum á árinu 2022. Liverpool spilaði 60 keppnisleiki á síðasta ári og vann því 72 prósent leikja sinna.

Næstir á eftir Klopp voru þeir stjórar sem komu í veg fyrir fernuna hjá Liverpool eða Pep Guardiola hjá Manchester City og Carlo Ancelotti hjá Real Madrid. Þeir unnu báðir 37 leiki með liðum sínum.

Liverpool varð í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á eftir Manchester City og tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá topp tíu listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×