Viðstöðu og Breiðablik áttust við í fyrstu viðureign gærkvöldsins þegar tólftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk með þremur leikjum.
Liðin mættust á kortinu Overpass þar sem Breiðablik hafði að lokum betur, 16-10. Það var þó liðsmaður Viðstöðu sem átti bestu tilþrif gærkvöldsins þegar hann tók út þrjá liðsmenn Breiðabliks og kláraði lotuna fyrir sína menn.
Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.