Enski boltinn

Mudryk að skrifa undir hjá Chelsea

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mudryk er smáatriðum frá því að semja við Chelsea.
Mudryk er smáatriðum frá því að semja við Chelsea. Vísir/Getty

Mykhailo Mudryk er á leið til Chelsea en félögin hafa bæði tjáð sig á Twitter um félagaskiptin. Arsenal hefur lengi verið á eftir Úkraínumanninum efnilega en heltist úr lestinni í gær.

Mudryk hefur spilað vel fyrir Shaktar Donetsk í vetur og í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar í sex leikjum.

Síðustu vikur hafa fjölmargar fréttir birst þess efnis að Mudryk sé á leið til Arsenal en nú virðist sem nágrannar þeirra í Chelsea séu að stela Mudryk beint fyrir framan nefið á Skyttunum.

Shaktar greinir frá því á Twitter síðu sinni að forseti félagsins, Rinat Akhmetov, og meðeigandi Chelsea, Behdad Eghbali, hafi rætt félagaskiptin í dag og séu mjög nálægt því að semja um kaupverð.

Á samfélagsmiðlum er greint frá því að kaupverðið sé nálægt 100 milljónum evra og þá segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano að stjórn Chelsea sé stödd í Póllandi að reyna að ná munnlegu samkomulagi við Mudryk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×