Enski boltinn

Mudryk búinn að semja við Chelsea til ársins 2031

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mykhailo Mudryk var kynntur fyrir stuðningsmönnum Chelsea í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag.
Mykhailo Mudryk var kynntur fyrir stuðningsmönnum Chelsea í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag. Vísir/Getty

Chelsea staðfesti í dag kaupin á Mykhailo Mudryk og var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag. Mudryk er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í janúar.

Mykhailo Mudryk hefur verið töluvert í fréttunum síðustu vikurnar og lengi vel leit út fyrir að hann væri á leið til Arsenal sem höfðu verið að eltast við hann í töluverðan tíma.

Á föstudag bárust síðan skyndilega fréttir af því að Chelsea væri komið í bílstjórasætið og væri við það að stela Mudryk af nágrönnum sínum í Lundúnum.

Sú frétt var síðan staðfest í dag. Mudryk er búinn að skrifa undir hjá Chelsea en þessi rúmlega tvítugi Úkraínumaður gerði átta og hálfs árs samning við Chelsea og er því samningsbundinn þeim þar til í júní 2029.

Mudryk skoraði níu mörk í tuttugu og níu leikjum fyrir Shaktar Donetsk og hefur þar að auki leikið átta landsleiki fyrir Úkraínu.

Mudryk er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea fær til liðs við sig í janúarglugganum. Joao Felix, Benoit Badiashile, David Fofana og Andrey Santos eru hinir fjórir og ljóst að nýir eigendur ætla sér stóra hluti þó svo að gengið hafi verið dapurt að undanförnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×