Enski boltinn

Mynd­band úr stúkunni þegar stuðnings­maður Spurs sparkaði í Rams­da­le

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsdale fagnaði sigri Arsenal fyrir framan stuðningsmenn Tottenham og sturtaði með því úr saltbauknum í sárið.
Aaron Ramsdale fagnaði sigri Arsenal fyrir framan stuðningsmenn Tottenham og sturtaði með því úr saltbauknum í sárið. Getty/Chris Brunskill

Stuðningsmaður Tottenham sem sparkaði í markmann Arsenal í leikslok á derby-slag Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er væntanlega á leiðinni í lífstíðarbann frá leikjum Tottenham liðsins.

Nýtt myndband af stuðningsmanninum sýnir hvernig hann undirbýr árás sína og er síðan fljótur að flýja af vettvangi í kjölfarið. Hann reyndir að setja trefil sinn fyrir andlitið en það eru litlar líkur á því að hann finnist ekki.

Aaron Ramsdale fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Tottenham í leiknum en lét þá heyra það eftir leikinn í kjölfarið á 2-0 sigri Arsenal liðsins. Hann henti um leið olíu á eldinn.

Tottenham maðurinn Richarlison var meðal þeirra sem var ósáttur við hegðun Ramsdale en markvörðurinn var hvergi banginn að svara kyndingum Tottenham stuðningsmannanna.

Ramsdale átti hins vegar ekki von á því að stuðningsmaður Tottenham kæmist upp með það að sparka í hann þegar hann var að taka saman dótið sitt aftan við markið.

Þetta sást ágætlega í útsendingu frá leiknum en seinna kom fram nýtt myndband af atvikinu sem var tekið upp í stúkunni fyrir ofan atvikið. Þetta myndband má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×