Enski boltinn

Góðar fréttir fyrir Arsenal en slæmar fréttir fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Martinelli fagnar marki sínu fyrir Arsenal á móti Liverpool á Emirates leikvanginum fyrr á þessu tímabili.
Gabriel Martinelli fagnar marki sínu fyrir Arsenal á móti Liverpool á Emirates leikvanginum fyrr á þessu tímabili. Getty/Justin Setterfield

Ofurtölvan fræga hefur nú spáð fyrir um lokastöðuna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta út frá því hvernig hún telur að seinni hluti tímabilsins muni spilast.

Tölvan hefur trú á því að Arsenal menn haldi út og vinni sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í nítján ár eða síðan 2004.

Arsenal mun samkvæmt spánni enda með 85 stig eða þremur stigum meira en þá fráfarandi Englandsmeistarar í Manchester City.

Arsenal liðið hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en liðið á þó eftir að mæta Manchester City tvisvar sinnum og það eru þeir leikir sem munu eflaust ráða mjög miklu.

Það eru tilvonir að vakna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Manchester United en United er spáð þriðja sætinu, átta stigum frá City og fimmtán stigum á eftir Englandsmeisturum Arsenal.

United liðið er í góðum gír og á miklu flugi eftir HM-fríið en það hægist eitthvað á því samkvæmt þessari spá.

Það er verður síðan Newcastle United sem tekur fjórða og síðasta sætið í Meistaradeildinni en Liverpool þarf að sætta sig við fimmta sætið og þar með þátttöku í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool liðið hefur spilað skelfilega síðustu vikurnar og er dottið niður í tíunda sæti deildarinnar. Liðið mun fara upp um fimm sæti á lokakaflanum en það er ekki nóg.

Spáin er enn verri fyrir Tottenham og Chelsea sem enda samkvæmt ofurtölvunni í sjöunda og áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×