Enski boltinn

Líkurnar á því að liðin í ensku úr­vals­deildinni lendi í á­kveðnum sætum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mo Salah og félagar í Liverpool unnu í gær en hafa ekki haft yfir miklu að brosa síðustu vikur.
Mo Salah og félagar í Liverpool unnu í gær en hafa ekki haft yfir miklu að brosa síðustu vikur. Getty/Robbie Jay Barratt

Opta tölfræðiþjónustan hefur lagst í mikla útreikninga og fundið út líkurnar hjá hverju liðanna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni til að enda í ákveðnu sæti deildarinnar í vor.

Arsenal hefur nú meiri en helmingslíkur á því að verða enskur meistari í fyrsta sinn í nítján ár. Það eru þannig 51,4 prósent líkur að Arsenal vinni titilinn, 90,4 prósent líkur á því að liðið verði í tveimur efstu sætunum og 99,6 prósent líkur á því að Arsenal vinni sér sæti í Meistaradeildinni.

Aðeins fimm félög eiga enn möguleika á því að verða meistari en þar af er Liverpool enn með örlitlar 0,1 prósent líkur. Hin eru Manchester City (45,4 prósent), Manchester United (2,7 prósent) og Newcastle (0,4 prósent).

Newcastle hefur nú 48,9 prósent líkur á því að ná Meistaradeildarsæti en Liverpool hefur að sama skapi aðeins 37,8 prósent líkur á því að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Chelsea hefur síðan bara 3,7 prósent líkur á því að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þær líkur eru mun hætti hjá bæði Tottenham (20,1 prósent) og Brighton (7,7 prósent).

Manchester United er líklegast til að enda í þriðja sæti en á því eru 46,7 prósent líkur. United menn hafa 82,3 prósent líkur á því að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Hér fyrir neðan má sjá líkur á því í hvaða sætum liðin enda en þetta er sundurliðað á öll tuttugu sætin fyrir öll tuttugu liðin og því fróðleg tafla á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×