Enski boltinn

Lokar vínrauða og bláa hringnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Ings á að hjálpa West Ham United í fallbaráttunni.
Danny Ings á að hjálpa West Ham United í fallbaráttunni. getty/James Gill

Enski framherjinn Danny Ings er á leið til West Ham United frá Aston Villa.

Talið er að West Ham greiði Villa fimmtán milljónir punda fyrir hinn þrítuga Ings.

West Ham verður þriðja liðið sem spilar í vínrauðum og bláum búningum sem Ings leikur með. Hin eru Villa og Burnley.

Ings hefur skorað sex mörk í átján leikjum fyrir Villa í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Á síðasta tímabili skoraði hann sjö deildarmörk. Hann kom til Villa frá Southampton. Þar áður lék hann með Liverpool. Ings hefur leikið þrjá landsleiki fyrir England og skorað eitt mark.

West Ham veitir ekki af liðsstyrk fram á við því liðið hefur aðeins skorað fimmtán mörk í nítján deildarleikjum á tímabilinu. Hamrarnir eru í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, einu stigi frá öruggu sæti. Næsti leikur West Ham er afar mikilvægur fallslagur gegn Everton á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×