Íslenskar systur taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 10:04 Systurnar Brynja Mary og Sara Victoria vilja verða fulltrúar Danmerkur í Eurovision sem fram fer í Liverpool í Englandi í maí næstkomandi. Aðsend Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur munu taka þátt í undankeppni danska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision. Þær kalla sig Eyjaa og ber framlagið nafnið I Was Gonna Marry Him. Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar. Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku. Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan. Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. „Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR. Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021. Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín. Eurovision Íslendingar erlendis Danmörk Tónlist Tengdar fréttir Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Tilkynnt var um þau átta atriði sem munu keppast um að verða framlag Danmerkur í Eurovision í morgun. Undankeppnin fer fram í Danmörku laugardagskvöldið 11. febrúar. Á vef DR kemur fram að systurnar séu miklir heimshornaflakkarar, hafi búið í sex mismunandi löndum og tali fimm tungumál. Þær hafi alist upp á Íslandi en búi nú í Danmörku. Hlusta má á framlag systranna í spilaranum að neðan. Fram kemur að þær hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. „Að standa hérna saman sem systur er virkilega stórt fyrir okkur. Alla tíð höfum við upplifað saman súrt og sætt; við höfum upplifað missi og verið óhamingjusamar; en einnig upplifað góða hluti saman. Það sem önnur gengur í gegnum tekur hin eftir, og þess vegna er þetta lag fullkomið fyrir okkur,“ segja systurnar í samtali við DR. Höfundar lagsins I Was Gonna Marry Him eru þau Rasmus Olsen, Maria Broberg og Thomas Buttenschön, sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku undankeppninni árið 2021. Brynja Mary tók þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins árið 2020 með laginu Augun þín.
Eurovision Íslendingar erlendis Danmörk Tónlist Tengdar fréttir Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn "Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið.“ 31. janúar 2020 07:00
Brynja Mary frumsýnir myndband fyrir Söngvakeppnina Brynja Mary Sverrisdóttir er ung kona sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. 6. febrúar 2020 11:30